Fyrsta vikan
[We’ve returned back to the USA, so this marks the end of the English updates. Sorry all (three of you)! Of course, if there’s lots of protests I might institute a weekly English Update, but only if I get (more than 10?) requests. Requests can be left in the “Leggja orð í belg” link, here on the top right of this entry.]
Hæhó, kominn tími á íslensku aftur. Þetta er nú búin að vera meiri vikan, og hún er ekki einu sinni búin ennþá! Það er bara föstudagsmorgun, og ég á að vera að vinna, en er þreytt og hálf-heiladauð svo ég ætla að blogg fyrst, og sjá svo hvað setur. Kannski kikkar mokkað inn bráðum og ég breytist í vinnuhæft ástand.
Hvað um það. Já vikan. Þetta hefur verið með lengri vikum sem ég hef upplifað, og það eina sem bjargar henni er vitneskjan að í næstu viku fer Bjarki úr hálfsdags plássi yfir í heilsdagspláss á leikskólanum, og þá verð ég bara ábyrg fyrir Önnu eftir hádegi, en ekki þeim báðum.
Það er helst tvennt sem hefur gert vikuna sársaukafulla og það eru a) læknisheimsóknir og b) þrjóskan í mér sem neitar að stilla Önnu upp fyrir framan sjónvarpið á meðan Bjarki á að sofa eftir hádegi. Ég vissi það fyrirfram að það yrðu margar læknisheimsóknir, en þegar þær voru pantaðar þá gerði ég ráð fyrir að Anna væri að fara í eftiskólapössun (sem svo datt upp fyrir). Þrjóskan hins vegar er bara mér að kenna, og ég held að ég láti af henni í dag, svona í tilefni af því að það er föstudagur.
En já, læknisheimsóknir. Á mánudaginn fór ég með (ofvirkan) Bjarka í heimsókn til meltingarsérfræðings og reyndi mitt besta til að ná upp úr honum öllum þeim upplýsingum sem ég þurfti á meðan Bjarki reyndi sitt besta til að sleppa út úr herberginu, og varð heldur betur fúll þegar ég settist fyrir hurðina. Sem betur fer var Anna í pössun á meðan, annars hefði þetta verið ennþá skrautlegra. Niðurstaðan úr þeirri heimsókn er að Bjarki heldur áfram á brjóstsviðalyfinu, og að flestir krakkar vaxa upp úr vélindabakflæði 2-3 ára. Við sjáum hvað setur næsta vor.
Á þriðjudeginum byrjaði Anna loksins í kindergarten, og fyrsti skóladagurinn var “allt í lagi”. Hún mætir í skólann kl. 08:25 og er búin 11:45. Við getum reyndar sent hana í skólann með hádegismat í nesti og þá getum við náð í hana kl. 12:10. Anna greyið er búin að vera heldur spennt fyrir þessu, og taugatitringurinn olli því að hún var gríðarlega þver og leiðinleg og uppstökk allan þriðjudaginn.
Á miðvikudaginn var skóladagur númer tvö og aftur “allt í lagi”. Anna var heldur rólegri þann eftirmiðdaginn sem var mikill léttir. Hins vegar bættist við óvænt læknisheimsókn, því Bjarki var óhamingjusamur á leikskólanum, grípandi í eyrun og á-andi. Í ljós kom að hann er aftur kominn með eyrnabólgu, þá fyrstu síðan í mars. Mig grunar að það þýði að hann fái fljótlega rör, svo við verðum ekki syndandi í pensillíni í allan vetur.
Í gær fimmtudag, þá fór ég með Bjarka til enn eins læknisins, í þetta sinn augnlæknis. Þar uppgötvaði ég að blessaður síminn okkar getur spilað myndbönd af YouTube og við skemmtum okkur ágætlega yfir laginu hans Elmos. Þar sem að Bjarki er með kvef (síðan á sunnudaginn) þá vorum við beðin að bíða frammi á gangi (takk svínaflensa).
Það var fínt framan af, en eftir að hann var búinn að fá augndropana (sem víkka sjáöldrin) þá varð hann heldur fúll, svo ég hleypti honum úr kerrunni (sem ég mun ekki gleyma framvegis eftir reynslu mánudagsins). Þegar hann hins vegar fékk ekki að leika sér í lyftunni, þá missti hann sig alveg og sat eftir það öskrandi í kerrunni þar til læknirinn kallaði okkur inn.
Niðurstaðan úr augnskoðunninni er sú að Bjarki er nú hvorki nærsýnn né fjarsýnn, en hins vegar með smávægilega sjónskekkju, sem ekki þarf að leiðrétta fyrir. Hins vegar er hægra augað heldur latt, og því eigum við loka fyrir vinstra augað með plástri í tvo tíma daglega, í 3 mánuði. Ég prófaði að gera það eftir lúrinn hans og það gekk, uh, hræðilega. Við reynum aftur seinna í dag.
Um kvöldið fór ég svo á fund í skólanum hennar Önnu, sem reyndist algjör upplýsinga-flóðskriða. Skólinn sá er “sérskóli” innan almenna skólakerfisins, sem byggist að miklu leyti upp á að foreldrar taki þátt í starfinu. Foreldrar eiga að hjálpa til í 2 tíma í hverri viku í bekknum, þeir þurfa að taka að sér verkefni fyrir bekkinn (ég er að vonast eftir að fá að vera hirð-ljósmyndari), svo þarf að sitja í einhverri af þúsund nefndum (garðnefnd, fjáröflunarnefnd, lista-námskeiðsnefnd…), svo og standa skilum á 20 tíma vinnuskyldu fyrir skólann sjálfan (getur verið barnapössun, viðgerðir…).
Og já, þá erum við komin að föstudegi. Í dag er læknisheimsókn númer 4, það er 2ja ára skoðun á Bjarka hjá barnalækninum. Það verður fróðlegt að sjá hvað hann fær margar sprautur, og hvað hún segir með eyrun. Fjör og gaman! 🙂
En sum sé, í næstu viku þá fer Bjarki að vera lengur í leikskólanum, og þá fáum við Anna meira ferðafrelsi. Svo þarf ég að finna út úr því hvernig ég get laumað mér í heimsóknir hjá hinum ýmsu aðilum, því ég hef fundið alveg gríðarlega fyrir því hvað ég þarf innilega á því að halda að bara tala við annað fullorðið fólk, sem eru ekki læknar eða hjúkrunarfræðingar. En við finnum út úr því með tíð og tíma. Það eru örugglega betri tímar framundan! 🙂
Archives
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- February 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012
- April 2012
- March 2012
- February 2012
- January 2012
- December 2011
- November 2011
- October 2011
- September 2011
- August 2011
- July 2011
- June 2011
- May 2011
- April 2011
- March 2011
- February 2011
- January 2011
- December 2010
- November 2010
- October 2010
- September 2010
- August 2010
- July 2010
- June 2010
- May 2010
- April 2010
- March 2010
- February 2010
- January 2010
- December 2009
- November 2009
- October 2009
- September 2009
- August 2009
- July 2009
- June 2009
- May 2009
- April 2009
- March 2009
- February 2009
- January 2009
- December 2008
- November 2008
- October 2008
- September 2008
- August 2008
- July 2008
- June 2008
- May 2008
- April 2008
- March 2008
- February 2008
- January 2008
- December 2007
- November 2007
- October 2007
- September 2007
- August 2007
- July 2007
- June 2007
- May 2007
- April 2007
- March 2007
- February 2007
- January 2007
- December 2006
- November 2006
- October 2006
- September 2006
- August 2006
- July 2006
- June 2006
- May 2006
- April 2006
- March 2006
- February 2006
- January 2006
- December 2005
- November 2005
- October 2005
- September 2005
- August 2005
- July 2005
- June 2005
- May 2005
- April 2005
- March 2005
- February 2005
- January 2005
- December 2004
- November 2004
- October 2004
- September 2004
- August 2004
- July 2004
- June 2004
- May 2004
- April 2004
- March 2004
- February 2004
- January 2004
- December 2003
- November 2003
- October 2003
- September 2003
- August 2003
- July 2003
- June 2003
- May 2003
- April 2003
- March 2003
- February 2003
- January 2003
- December 2002
- November 2002
- October 2002
- September 2002
- August 2002
- July 2002
- June 2002
- May 2002
- April 2002
- March 2002
- February 2002
- January 2002
- December 2001
- November 2001
- October 2001
Categories
- Akureyri
- Anna
- Belgium
- Birthday
- Bjarki
- Canada
- Christmas
- Concert
- Confirmation
- Denmark
- Easter
- Emma
- Events
- Families
- Family
- FFF
- Finland
- Finnur's family
- France
- Friends
- Germany
- Graduation
- Guitar
- gymnastics
- Hiking
- Holland
- Hrefna
- Hrefna's family
- Iceland
- Ireland
- Italy
- Laugarvatn
- New Year's Eve
- Píanó
- snow
- Sweden
- Tenerife
- Thanksgiving
- Traveling
- UK
- Uncategorized
- Uppskriftir
- Us
- USA
- Visitors
- Weather