GSM síminn loksins kominn í samband
2009-07-23Uncategorized Standard
[This is only of interest to Icelanders, so Icelandic only this time]
Farsíminn okkar er loksins kominn í samband (867 2717). Við erum búin að standa í stappi við Símann síðan á laugardag við að breyta Frelsisnúmeri í áskriftarnúmer og alltaf fengum við mismunandi svör frá þjónustuaðilunum:
Lau: “Tekur einn virkan dag að virkja símann, tilbúið á mánudaginn.”
Mán: “Nei, tekur einn *til* tvo daga, tilbúið á þriðjudaginn.”
Þri: “Finn ekki pöntunina. Ég hringi í söluskrifstofuna en þau svara yfirleitt aldrei þannig að þetta verður ekki tilbúið fyrr en á miðvikudag.” (svolítið írónískt að símafyrirtæki svari ekki í símann!)
Mið: “Það gleymdist að láta ykkur undirrita samninginn, mætið í söluverið.” (what!?)
Söluverið: “Þið eruð búin að undirrita. Málið er að upplýsingarnar voru teknar niður en pöntunin var aldrei send. Komið í hádeginu á fimmtudegi.” (wait wait, what!?!)
Fim: “Beiðninni var hafnað því Frelsisnúmerið er ennþá virkt.” (döh, við erum að breyta úr Frelsi yfir í áskrift…)
Hann var þó mjög hjálplegur og almennilegur hann Jóhann í þjónustuverinu hjá þeim og kippti þessu í liðinn á 15 mínútum — allavega farsímatengingunni. Nú er að sjá með gagnatenginguna (Internetið) fyrir símann. Vona að það þurfi ekki jafn mikið vesen að koma því í gang.