Kvef
Finnur var slappur alla helgina með einhverja míníflensu (hálsbólgu, máttleysi og almenn þreytu) og endaði á því að vinna að heiman í dag. Það virðist sem aðrir fjölskyldumeðlimir séu að falla í kvefpestarvalinn líka því nú eru báðir krakkarnir með hor í nös, og þar að auki er Bjarki byrjaður að hósta (sem tekur mig á taugum). Það hefði kannski verið skynsamlegt að sleppa því að hleypa honum í sundlaugina/heita pottinn hjá Daryu í gær, en það hefði verið á við að halda glorsoltnum ketti frá uppáhalds matnum sínum.
Já, í gær héldum við nefnilega áfram þéttri dagskrá til að bæta upp dagskrárleysi helgarinnar þar á undan. Við mæðgur byrjuðum daginn á því að hitta Eddu, Sólveigu og Siggu ásamt börnum og mökum í garði í Los Gatos í blíðunni. Þegar heim var komið fékk Anna nágranna-vinkonu sína í heimsókn í smá stund. Síðan fór ég með krakkana til Daryu sem var með Önnu á leikskóla í fyrra. Jújú, við höldum ennþá sambandi við gömlu leikskólafjölskyldurnar, ætli það sé ekki til að bæta upp almennt fjölskylduleysi?!
Í dag var krökkunum annars sturtað á leikskóla, og við hjónakornin unnum heima, reyndar á sitt hvorri hæðinni. Hittumst eins og lög gera ráð fyrir í kaffitímanum, sem var skemmtileg tilbreyting, amk fyrir mig!! 🙂 Annars var ég annars hugar í dag, búin að vera að lesa umfjöllunina um morðið á lækninum sem tók að sér fóstureyðingar seint á meðgöngu. Afskaplega sorglegt mál allt saman.