Helgi, helgi, veisluhelgi
2009-06-07Uncategorized Standard
Þá er helgin liðin, klukkan 9 og börnin komin í rúmið. Bjarki reyndar enn að spjalla (var að heyrast í honum í mónitornum) og Anna enn að dúlla inn í svefnherberginu sínu (á að vera farin að sofa — en tók reyndar blund í dag).
Við upplifðum okkar fyrstu high-school útskrifarveisluna hér í Bandaríkjunum þegar við vorum boðin í útskrifarveisluna hans Kevins, sonar Trudy, á laugardeginum. Það var gaman að hitta gamla félaga á borð við Trudy og Barry sem ég vann með á sínum tíma og rifja upp gamla tíma.
Anna fór yfir um í sykuráti (gos, súkkulaði og súkkulaðiköku) og var kát með endæmum. 🙂
Ekki besta myndin af henni svo sem en lýsir ástandinu ágætlega. 🙂
Morguninn eftir fórum við svo í afmælisveislu til Giu bekkjarfélaga Bjarka (tókum ekki myndavélina með) þar sem 80 manns eða eitthvað mættu. Tókum engar myndir enda þekktum við ekki marga. Eftir veisluna fórum lögðum við Bjarki okkur á meðan Hrefna og Anna fóru í mollið og í fata og skóleiðangur. Þar kom í ljós að Anna er vaxin upp úr 6 ára stærðunum. 🙂