Skip to content
  • Privacy Policy
Dagbók Hrefnu og Finns
  • Privacy Policy

Allra þjóða kvikindi

2009-06-22Uncategorized Standard

Ég hef verið límd við tölvuna í rúmlega viku að fylgjast með atburðum í Íran, mest í gegnum NY Times Lede, Huffington Post og Andrew Sullivan. Ef einhver hefur búið undir steini þá voru haldnar þar kosningar 12. júní, úrslit kosninganna voru tilkynnt nánast samstundis í hag þáverandi forseta, stór hluti landsmanna (svo og aðrir, sjá 1, 2) trúði niðurstöðunni ekki og það hafa verið mikil mótmæli í gangi síðan þá.

Ég hef ekki mikið um málið að segja, annað en að vonandi er þetta byrjunin á endanum fyrir núverandi stjórnvöld í Íran, og að vonandi verði sem minnst um blóðsúthellingar.

Það sem ég vildi hins vegar tjá mig örlítið um eru afleiðingar þess að búa fjarri heimahögunum og því að kynnast “öðru” fólki. Ég hef undanfarna daga verið að reyna að setja mig í þau spor að ég hefði aldrei flutt út í heim, heldur búið áfram á Íslandi og því aldrei kynnst öllum þeim Írönum sem ég þekki í dag. Ég sé sjálfa mig fyrir mér að sitja í stofunni, horfandi á fréttirnar á RÚV, að býsnast yfir IceSave málunum, og jú, taka eftir að það væru mótmæli í Íran, og hugsa “jamm, enn ein mótmælin, ætlar þetta miðausturlandavesen engan enda að taka?”.

Í staðinn er ég í þeim sporum að þekkja persónulega fullt af Írönum, þar á meðal skrifstofusystur mína til margra ára. Eins og alltaf þá virðist þessi persónulega tenging skipta ótrúlegu máli. Í staðinn fyrir stereótýpískan AK-47 sveiflandi miðausturlanda-hryðjuverkamann, þá hef ég í huga ótrúlega vingjarnlegt og hreinskilið fólk, konur sem karla, sem hafa upp til hópa gríðarlegar áhyggjur af heimalandi sínu.

Það kemur nefnilega á óvart, en það er risastór Írana-nýlenda hér í Sílikon dal, heimasvæði nörda. Það er víst afskaplega sterkt menntakerfi í Íran, og kvenfólk menntar sig þar alveg til jafns við karlmennina, þó svo að þær vanti mörg önnur réttindi til jafns við karlfólkið. Til að komast inn í bestu háskólana þurfa nemendur að taka inngöngupróf og keppa við hundruðir þúsunda annarra, sem þýðir að þeir tugir af Írönum sem koma til Stanford árlega eru allt topp-fólk.
Íranirnir eru að sjálfsögðu margvíslegir, en allir hafa þeir og þær þurft að berjast við endalaus vandræði vegna þess að landið þeirra er “vandræðaland”. Þannig fá Íranir yfirleitt bara einnar-inngöngu-landvistarleyfi til Bandaríkjanna, sem þýðir að í hvert skipti sem Íranir fara heim til sín, þá þurfa þeir að sækja um nýtt landvistarleyfi, sem getur tekið allt upp í 6-9 mánuði ef í hart fer. Stundum er þeim hreinlega neitað um inngöngu í Bandaríkin, og þá þarf að reyna aftur í öðru sendiráði í öðru landi því það er ekkert bandarískt sendiráð í Íran.
Íranir fara því sjaldnast sem aldrei heim til sín, og ekki sjaldan sem ég kvaddi skrifstofuvinkonu mína með samviskubiti því ég var að fara heim til Íslands í frí. Á þessum átta árum sem við höfum þekkst, þá hefur hún farið einu sinni heim til sín, í brúðkaup systur sinnar. Sem betur fer gengur vel menntuðum Írönum yfirleitt vel að ná sér í grænt kort og því horfir betur við henni núna – það er ef það fer ekki allt í steik í Íran.
Það kom mér annars á óvart hvað það er mikið af írönskum konum í framhaldsnáminu í rafmagnsverkfræði. Þegar við í kvenfélaginu tókum saman tölunar eitt árið kom í ljós að af “stóru löndunum” þá var hlutfall kvenna sem sóttu um frá hverju landi hæst frá Íran! Heil 25% af umsækjendum frá Íran voru konur, á móti 11% umsækjanda frá USA. Meðalhlutfall kvenna í rafmagnsverkfræði er um 15-17%.
Konurnar sem eru hérna eru heldur alls ekki allar í eitt mót steyptar. Skrifstofusystir mín fyrrverandi er frekar strangtrúuð, gengur með slæðu, biður fimm sinnum á dag og fastar yfir daginn í mánuð einu sinni á ári. Hins vegar eru þær ófáar sem ganga um með flaksandi hárið, og láta trúfestu í léttu rúmi liggja. Vitandi þetta, og hafandi horft á Persapolis, þá kemur kannski ekki mikið á óvart, að kvenfólk hefur verið mjög áberandi á götum Íran undanfarið.
Niðurstaðan af þessu öllu saman er sú að ég vildi að allir hefðu kost á því að ferðast og kynnast “örðuvísi” fólki. Á bak við stereótýpurnar býr nefnilega alvöru fólk, sem vill meiri og minna það sama og allir aðrir. Nú er bara að muna það þegar næsta þjóð rís upp á afturlappirnar og krefst frelsis frá þrúgandi stjórn. En það verður vonandi ekki fyrr en ég er búin að endurnýja andlega orkuforðann minn – það tekur á að lifa sig inn í erfðileika heimsins…
  • December 2024
  • November 2024
  • October 2024
  • September 2024
  • August 2024
  • July 2024
  • June 2024
  • May 2024
  • April 2024
  • March 2024
  • February 2024
  • January 2024
  • December 2023
  • November 2023
  • October 2023
  • September 2023
  • August 2023
  • July 2023
  • June 2023
  • May 2023
  • April 2023
  • March 2023
  • February 2023
  • January 2023
  • December 2022
  • November 2022
  • October 2022
  • September 2022
  • August 2022
  • July 2022
  • June 2022
  • May 2022
  • April 2022
  • March 2022
  • February 2022
  • January 2022
  • December 2021
  • November 2021
  • October 2021
  • September 2021
  • August 2021
  • July 2021
  • June 2021
  • May 2021
  • April 2021
  • March 2021
  • February 2021
  • January 2021
  • December 2020
  • November 2020
  • October 2020
  • September 2020
  • August 2020
  • July 2020
  • June 2020
  • May 2020
  • April 2020
  • March 2020
  • February 2020
  • January 2020
  • December 2019
  • November 2019
  • October 2019
  • September 2019
  • August 2019
  • July 2019
  • June 2019
  • May 2019
  • April 2019
  • March 2019
  • February 2019
  • January 2019
  • December 2018
  • November 2018
  • October 2018
  • September 2018
  • August 2018
  • July 2018
  • June 2018
  • May 2018
  • April 2018
  • March 2018
  • February 2018
  • January 2018
  • December 2017
  • November 2017
  • October 2017
  • September 2017
  • August 2017
  • July 2017
  • June 2017
  • May 2017
  • April 2017
  • March 2017
  • February 2017
  • January 2017
  • December 2016
  • November 2016
  • October 2016
  • September 2016
  • August 2016
  • July 2016
  • June 2016
  • May 2016
  • April 2016
  • March 2016
  • February 2016
  • January 2016
  • December 2015
  • November 2015
  • October 2015
  • September 2015
  • August 2015
  • July 2015
  • June 2015
  • May 2015
  • April 2015
  • March 2015
  • February 2015
  • January 2015
  • December 2014
  • November 2014
  • October 2014
  • September 2014
  • August 2014
  • July 2014
  • June 2014
  • May 2014
  • April 2014
  • March 2014
  • February 2014
  • January 2014
  • December 2013
  • November 2013
  • October 2013
  • September 2013
  • August 2013
  • July 2013
  • June 2013
  • May 2013
  • April 2013
  • March 2013
  • February 2013
  • January 2013
  • December 2012
  • November 2012
  • October 2012
  • September 2012
  • August 2012
  • July 2012
  • June 2012
  • May 2012
  • April 2012
  • March 2012
  • February 2012
  • January 2012
  • December 2011
  • November 2011
  • October 2011
  • September 2011
  • August 2011
  • July 2011
  • June 2011
  • May 2011
  • April 2011
  • March 2011
  • February 2011
  • January 2011
  • December 2010
  • November 2010
  • October 2010
  • September 2010
  • August 2010
  • July 2010
  • June 2010
  • May 2010
  • April 2010
  • March 2010
  • February 2010
  • January 2010
  • December 2009
  • November 2009
  • October 2009
  • September 2009
  • August 2009
  • July 2009
  • June 2009
  • May 2009
  • April 2009
  • March 2009
  • February 2009
  • January 2009
  • December 2008
  • November 2008
  • October 2008
  • September 2008
  • August 2008
  • July 2008
  • June 2008
  • May 2008
  • April 2008
  • March 2008
  • February 2008
  • January 2008
  • December 2007
  • November 2007
  • October 2007
  • September 2007
  • August 2007
  • July 2007
  • June 2007
  • May 2007
  • April 2007
  • March 2007
  • February 2007
  • January 2007
  • December 2006
  • November 2006
  • October 2006
  • September 2006
  • August 2006
  • July 2006
  • June 2006
  • May 2006
  • April 2006
  • March 2006
  • February 2006
  • January 2006
  • December 2005
  • November 2005
  • October 2005
  • September 2005
  • August 2005
  • July 2005
  • June 2005
  • May 2005
  • April 2005
  • March 2005
  • February 2005
  • January 2005
  • December 2004
  • November 2004
  • October 2004
  • September 2004
  • August 2004
  • July 2004
  • June 2004
  • May 2004
  • April 2004
  • March 2004
  • February 2004
  • January 2004
  • December 2003
  • November 2003
  • October 2003
  • September 2003
  • August 2003
  • July 2003
  • June 2003
  • May 2003
  • April 2003
  • March 2003
  • February 2003
  • January 2003
  • December 2002
  • November 2002
  • October 2002
  • September 2002
  • August 2002
  • July 2002
  • June 2002
  • May 2002
  • April 2002
  • March 2002
  • February 2002
  • January 2002
  • December 2001
  • November 2001
  • October 2001

Copyright Dagbók Hrefnu og Finns 2025 | Theme by ThemeinProgress | Proudly powered by WordPress