Sveitt í helgarlok
Það var hitabylgja um helgina, 33-34 stiga hiti bæði á laugardag og sunnudag. Það var von á nýja borðinu og einhverjum stólum á laugardeginum, svo að við vorum búin að ákveða fyrir fram að halda okkur heima og fá Deirdre og Matt til okkar mat. Þegar þau mættu þá var að sjálfsögðu sest út í bakgarð með klakadrykki á meðan krakkarnir sulluðu í vatni, enda fátt skemmtilegra.
Í dag, sunnudag, hélt vatnssullið áfram en í þetta sinn hjá fjölskyldu Lulu sem er með risastóra sundlaug í bakgarðinum. Þetta var alveg ótrúlega fínn eftirmiðdagur, í góðra vina hóp.
Þegar heim var komið í kvöld réðumst við Finnur á fyrstu umferð í að olíubera húsgögnin sem komu í gær. Eftir að hafa ráfað um netið í gær var niðurstaðan sú að kaupa “mineral oil” sem er seld í apótekum sem hægðarlyf (!!!). Við búumst reyndar ekki við að vera að skera á borðinu okkar, en við eigum börn og Bjarki borðar ennþá matinn sinn beint af borðinu.
Ég sá einhver staðar að þumalputtareglan fyrir 30 árum var að setja olíu á daglega í viku, vikulega í mánuð, mánaðarlega í ár og svo árlega eftir það. Svo er spurning hvort við nennum að setja vax á gripina, það verður að koma í ljós síðar. Mest spennandi verður samt að sjá bara hversu dökkur viðurinn verður. Hann dökknaði heilmikið í kvöld, en ég geri hálft í hvoru ráð fyrir að hann drekki eitthvað í sig og lýsist eitthvað upp? Það kemur í ljós!! 🙂