Strönd, viti og sæljón
2009-05-10Uncategorized Standard
Á sunnudeginum var haldið út á strönd. Það tekur rúma klukkustund að keyra frá Eugene að Kyrrahafinu, en líkt og hjá okkur í Kaliforníu, þá er bærinn í nokkru skjóli frá hafinu þökk sé ágætis hæðagarði. Stefnan var tekin á Heceta vitann sem státar af fyrsta stigs Fresnel linsu (þær gerast ekki stærri) og ljósið frá vitanum sést í 21 mílu fjarlægð, en þar hverfur vitinn fyrir neðan sjóndeildarhringinn. Eftir góða skoðunarferð um vitann og sull á ströndinni þá fóru Þráinn, Finnur og Önnurnar tvær (systir Þráins mætti sama kvöld og við) að skoða sæljónahelli mikinn á meðan við hin fórum heim og keyptum í matinn. Eðal dagur alveg!!