Næturhrafn
Ég fékk nett panikk-kast í vikunni, því ég sá ekki fram á að ná markmiði mínu um að klára einn kaflann í lok mánaðarins. Upphófst því kvöldvinna, sem teygðist fram á nætur, og nú er svo komið að ég er enn og aftur orðinn nátthrafn. Kaflinn er samt ekki búinn en ég hef betri hugmynd um hvernig skal slá botn í hann en í byrjun vikunnar. Ég kímdi líka yfir því að í gærkvöldi bjó ég loksins til myndir sem yfirmaðurinn “stakk upp á” að ég myndi búa til fyrir amk einu eða tveimur árum síðan. Í hausnum á mér var bara ekki komin forsenda fyrir þeim fyrr en nú. Já, ég er erfið í taumi.
Bjarki var aftur heima í dag, og er ennþá með (vægan) niðurgang. Við tókum því bara rólega fyrir utan að skreppa í Heilu Búðina og ná í vistir. Það rigndi í dag svo að við létum það nægja. Í kvöld voru svo allir sofnaðir klukkan átta nema ég. Tók mig því til og skutlaði nokkrum myndum upp á vefinn, sjá hérna í efra vinstra horninu. (Smellið á einhvern myndahlekkinn ef nýju síðurnar sjást ekki.)
[New picture pages, see the top left corner! :)]
p.s. Hjartanlega til hamingju með afmælið Ríkey! Vona að heilsan skáni sem fyrst!! 🙂