Heimakær
2009-05-24Uncategorized Standard
Það er komið sunnudagskvöld. Á morgun er frídagur, “minningardagur”, eins og þeir kalla það, til að minnast látinna hermanna/kvenna að ég held. Aldrei þessu vant vorum við ekki búin að setja upp nein helgarplön og þetta hefur því verið tiltölulega róleg helgi.
Í dag gerðist það helst að ég og Anna réðumst á garðinn, rifum upp arfa, klipptum runna svo við gætum gengið fram hjá og færðum til nokkrar plöntur. Það kemur í ljós á næstu dögum hvort að plöntugreyin lifa flutningana af. Í lok dags buðum við okkur svo í grill til Söruh og Jason (við mættum með allt sem þurfi í hamborgara).
Það er ekkert skipulegt fyrir morgundaginn. C’est la vie! 🙂