Ferðalok
Ferðinn lauk í dag. Við áttum pantað flug til baka fljótlega upp úr hádegi, og höfðum því ágætis tíma í morgun til að pakka og hafa það örlítið huggulegt. Keyrslan upp á flugvöll gekk vel, og krakkarnir sváfu bæði svo til alla leið. Við mættum nógu snemma á flugvöllinn til að borða þar góðan hádegisverð, því við vorum svo heppin að ná að miða út hvar flestir flugvallarstafsmennirnir völdu að borða.
Í flugvélinni voru við aftur afskaplega heppin og fengum sæti alveg allra fremst í vélinni. Þar vildi víst enginn sitja því þar vantaði borð, en það hentaði okkur bara vel því mesta stressið á leiðinni til Oregon var að koma í veg fyrir að Bjarki sparkaði í sætið á undan, og fiktaði of harkalega í borðinu. Í staðinn fékk hann nú rúmgott leikpláss á gólfinu og það gerði lífið auðveldara fyrir okkur öll. Allt í allt var þetta alveg rosalega vel heppnuð ferð, og við hlökkum mikið til að hitta Elsu, Þráinn og börn heima á Íslandi í sumar! 🙂