Páskadagur
2009-04-12Uncategorized Standard
Soffía hafði samband fyrir nokkru og spurði hvort það yrði ekki einhver Íslendinga-samkoma í tilefni af páskunum. Við tókum hana upp á orðinu og stútfylltum húsið af gestum og héldum veislu í pottlukku-stíl. Hver fjölskylda kom með mat í púkkið sem einfaldaði heldur betur veisluhaldið. Allir gekk þetta vonum framar þó þröngt mættu sáttir sitja. 🙂
Rétt áður en gestirnir komu tók Anna upp á því að mála
húsið að utan með stéttar-krítar-málningu. Sem betur fer
náðist hún af með vatni, en ef vel er að gáð eru ennþá
neónbleikar, -gular og -bláar sléttur á hrjufóttum veggnum.
COMMENTS