Ísferð
Bjarki var heima í dag. Hann var með (hálfgerðan) niðurgang í gær og nótt (erfitt að greina niðurgang þegar bleian sýgur í sig allan vökva) svo við héldum honum heima. Finnur fórnaði sér eftir hádegi og var heima með Bjarka. Á meðan skrapp ég í rúma klst til að fara með Önnu í bekkjarferð á Gúgul-veitingastað þar sem legó-verkefni krakkanna hafa verið til sýnis (ekki sami veitingastaður og í lok mars). Þar fengu krakkarnir heimagerðan ís og nammi til að setja ofan á. Anna fékk ábót og skóf innan úr málinu í lokin.
Ég hef verið að vinna meira og minna það sem eftir lifði dags. Er að reyna að skrifa lítið leitarfall, nema hvað að leitarlandslagið hagar sér stundum miður vel. Gafst á endanum upp að skrifa _sniðugt_ forrit, og bjó í staðinn til (hægvirkara) brute force forrit sem tekur við þegar hitt bregst. Nema hvað að ég er orðin óendanlega pirruð á því hvað það er mikið maus að fá tölvur til að finna eitthvað á grafi. Já, ég vil að þú finnir hvar _þetta_ gerist, nei ekki _þetta_. Grrrr…