Krakkadagar
Í síðustu viku var “Week of the Young Child“. Af því tilefni var m.a. haldin pottlukka á þriðjudeginum, hópsöngur/söngskemmtun á miðvikudeginum og “taktu barnið með í vinnuna”-skemmtun á fimmtudeginum. Á föstudeginum var svo starfsdagur kennara svo að foreldrar og börn fengu að eyða deginum saman.
Hér eru myndir sem Finnur tók í “taktu barnið með í vinnuna”-skemtuninni:
Finnur þurfti að vinna á föstudeginum svo að ég “fórnaði” mér og var ein með krakkana allan daginn, sem er orðið mun auðveldara en bara fyrir nokkrum mánuðum. Við byrjuðum á því að fara með Bjarka til lungnalæknisins. Hann fór síðast til hans fyrir rúmu hálfu ári, og lækninum leist bara vel á hann. Sérstaklega var hann kátur með vaxtarkúrvurnar, því að Bjarki er núna á 10-25% línunni fyrir þyngd og 50% fyrir hæð miðað við “réttan aldur”, en ekki “leiðréttan aldur”. Það er víst svo að þegar eitthvað er “að”, þá hætta börn að vaxa og þetta er því gott merki. Læknirinn vill skoða hann aftur eftir ár, nema eitthvað komi upp á.
Að læknisheimsókn lokinni fórum við í borð-leiðangur. Við erum farin að finna fyrir því að eldhúsborðið rúmar bara 6 manns, það er tvo gesti, svo það er kominn tími á að stækka við okkur. Leiðin lá í Pottery Barn, Williams-Sonoma og svo Ikea. Ekki fann ég neitt sem heillaði mig sérstaklega, enda ljós borð greinilega ekki móðins í dag. Konan í W-S stakk því upp á að við myndum leita uppi fyrirtæki sem selja ólökkuð húsgögn og ég setti það bak við eyrað. Restin af föstudeginum leið ljúflega því við sofnuðum öll eftir hádegi og svo var gert stutt stopp á leikvelli áður en við náðum í Finn.
Á laugardeginum (í gær) gerðist það helst markvert að Anna tók sér síðdegisblund annan daginn í röð og að ég fór á kosningavöku til Margrétar seinni partinn, á meðan Finnur sá um krakkana. Við kímdum yfir íslenskum krúttlegheitum, eins og því að lesnar voru aðsendar vísur og stökur í beinni, og þegar ein fréttakonan lagðist upp á greyið pylsusölumanninn í Bæjarins bestu á meðan hann var að reyna að gefa til baka! Svo var skemmtilegt að sjá fréttamenn ramba inn í hin og þessi hús og tala við fólk í misgóðu ástandi.
Það kom mér á óvart hversu litlar breytingar urðu í raun á flokkaskiptingu á þingi, en ég er kát með að hlutur kvenna hefur aukist talsvert. Það vakti líka athygli mína að í sumum þingdæmum var fylgi fjórflokkanna jafnt. Þýðir það að enginn hafi rétt fyrir sér? Eða sterka skoðun á málinu? Hvaða merkingu hefur það ef niðurstaðan er á við að kastað sé 4ra hliða (ok, 4.5 hliða, miðað við 4×22% fylgi) teningi? Þegar heim var komið héldum við Finnur áfram að horfa á ruv.is þar til þeir sjálfir gáfust upp og fóru að sýna barnaefni klukkan 01:11 að okkar tíma, eða 08:11 heima á Íslandi.
Í dag, sunnudag, tókum við okkur Anna til og plöntuðum tveimur blómum sem við keyptum í síðustu viku. Blómin atarna munu vonandi lífga upp á blómareitinn fyrir framan hjá okkur, sem er sem stendur frekar litadaufur og hefði haft gott af áburði fyrr í vor. Á meðan Anna lék sér hjá nágranna-vinkonu sinni þá náði ég svo að reita meiripartinn af arfanum í beðinu, sem var hin ágætasta “occupational therapy”.
Eftir hádegi skutluðum við Önnu í afmæli til Lulu vinkonu sinnar og héldum svo á borða-veiðar. Ég byrjaði á því að draga Finn í Crate & Barrel til að gefa honum smá “sticker-shock” og setja borðamál í samhengi. Svo lá leiðin í vöruhús með lítt-áhugaverðum húsgögnum áður en við heimsóttum “Hoot Judkins” sem Torie benti okkur á. Sú búð selur ólökkuð húsgögn, og þar er líka hægt að velja saman borðplötur og fætur. Við sáum ekkert sem heillaði mikið, en brugðum okkur samt á tal við einn sölumanninn.
Sá sýndi okkur bækling og þar fundum við borð sem uppfyllti okkar skilyrði. Eini gallinn var að eina svoleiðis borðið var í búð uppi í San Bruno, sem er við flugvöllinn (20 mín fjarlægð). Leiðin lá því þangað og við gengum út með kvittun fyrir borðplötu, fótum og átta stólum! Allt er þetta ólakkað, og með ágætis afslætti. Við fáum borðið og tvo stóla um miðjan maí, og svo er von á restinni í júní. Nú er bara að ákveða hvort við ætlum að olíubera, vaxbera eða lakka… 🙂
Archives
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- February 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012
- April 2012
- March 2012
- February 2012
- January 2012
- December 2011
- November 2011
- October 2011
- September 2011
- August 2011
- July 2011
- June 2011
- May 2011
- April 2011
- March 2011
- February 2011
- January 2011
- December 2010
- November 2010
- October 2010
- September 2010
- August 2010
- July 2010
- June 2010
- May 2010
- April 2010
- March 2010
- February 2010
- January 2010
- December 2009
- November 2009
- October 2009
- September 2009
- August 2009
- July 2009
- June 2009
- May 2009
- April 2009
- March 2009
- February 2009
- January 2009
- December 2008
- November 2008
- October 2008
- September 2008
- August 2008
- July 2008
- June 2008
- May 2008
- April 2008
- March 2008
- February 2008
- January 2008
- December 2007
- November 2007
- October 2007
- September 2007
- August 2007
- July 2007
- June 2007
- May 2007
- April 2007
- March 2007
- February 2007
- January 2007
- December 2006
- November 2006
- October 2006
- September 2006
- August 2006
- July 2006
- June 2006
- May 2006
- April 2006
- March 2006
- February 2006
- January 2006
- December 2005
- November 2005
- October 2005
- September 2005
- August 2005
- July 2005
- June 2005
- May 2005
- April 2005
- March 2005
- February 2005
- January 2005
- December 2004
- November 2004
- October 2004
- September 2004
- August 2004
- July 2004
- June 2004
- May 2004
- April 2004
- March 2004
- February 2004
- January 2004
- December 2003
- November 2003
- October 2003
- September 2003
- August 2003
- July 2003
- June 2003
- May 2003
- April 2003
- March 2003
- February 2003
- January 2003
- December 2002
- November 2002
- October 2002
- September 2002
- August 2002
- July 2002
- June 2002
- May 2002
- April 2002
- March 2002
- February 2002
- January 2002
- December 2001
- November 2001
- October 2001
Categories
- Akureyri
- Anna
- Belgium
- Birthday
- Bjarki
- Canada
- Christmas
- Concert
- Confirmation
- Denmark
- Easter
- Emma
- Events
- Families
- Family
- FFF
- Finland
- Finnur's family
- France
- Friends
- Germany
- Graduation
- Guitar
- gymnastics
- Hiking
- Holland
- Hrefna
- Hrefna's family
- Iceland
- Ireland
- Italy
- Laugarvatn
- New Year's Eve
- Píanó
- snow
- Sweden
- Tenerife
- Thanksgiving
- Traveling
- UK
- Uncategorized
- Uppskriftir
- Us
- USA
- Visitors
- Weather