Tennur?
Bjarki átti órólega nótt, og endaði á því að fá verkjalyf um þrjúleytið. Í morgunsárið kom í ljós að hann hafði gjörsamlega rústað snuðinu sínu um nóttina, bitið það í tætlur, og við vorum bara heppin að hann náði ekki að bíta stórt plaststykki af! Okkur þótti því líklegt að hann hafi verið með tannverki, en ekki eyrnabólgu eða magaverk.
Í dag byrjaði svo glært hor að leka í stríðum straumum, sem er annað hvort enn eitt leikskólakvefið, eða tanntökuhor. Nú bíð ég bara spennt eftir að sjá hvort hann fái eyrnabólgu ofan í horið eður ei! Þrátt fyrir allt þetta átti hann víst afskaplega góðan dag á leikskólanum, svo er á meðan er…
Bendi aftur á nýjar myndir í efra vinstra horni – og óska svo Hrefnu ömmu hjartanlega til hamingju með 75 ára afmælið “á morgun” (20. mars). Það er samt hafið nú þegar því Ísland er svo langt á undan Kaliforníu í tíma. 🙂