Míní-magapest
Anna vaknaði í morgun og sagðist vera flökurt. Ég gaf henni smá vatn að drekka, sem kom nokkrum mínútum upp úr henni aftur, og þar með var hún dæmd til heimavistar í dag. Ekki það að henni fyndist það nokkuð verra, enda sagði hún áður en hún ældi “ef ég æli, þá fæ ég að horfa á sjónvarpið”. Ég ætla bara rétt að vona að það verði ekki margar sjónvarps-magapestir í framtíðinni!
Hún var samt nokkuð brött og borðaði morgunmat skömmu síðar sem hún hélt niðri. Það var í raun ekki að sjá á henni að hún væri “veik” nema rétt eftir hádegi þegar brá af henni og hún neitaði að borða brauðsneið með hnetusmjöri. Þá fórum við mægður upp og lúrðum í tæpa tvo tíma. Þegar Anna vaknaði sagði hún að sér væri ennþá illt í maganum, en að það myndi lagast ef hún fengi að horfa á sjónvarpið. Hún fékk sínu fram og núna í kvöld var hún orðin vel frísk, þó svo matarlystin hafi bara verið lala. Að því gefnu að hún vakni hress í fyrramálið, þá verður henni potað á leikskólann, enda tæknilega liðnar 24 klst af “heilbrigði” (lesist: engin uppköst).
Svo vil ég bara benda á nýjar myndir hérna í efra vinstra horninu – í þetta sinn frá júlí 2008.