Kosningar?!
Vita-venjulegur dagur í dag, fyrir utan að það var enginn hópfundur því að það er lokaprófsvika í skólanum og svo er “vorfrí” í næstu viku. Við töluðum annars við Elsu og Þráinn fyrir tveimur dögum, og þau eru að plana að fara upp í borg í næstu viku (á meðan að þau gista hjá okkur) til að kjósa. Við Finnur höfum alveg látið íslendskar kosningar fram hjá okkur fara öll þau ár sem við höfum búið hérna úti, en erum samt ennþá með lögheimili á Íslandi (löng saga) og þar með á kjörskrá.
Þar sem að næstkomandi kosningar eru með þeim merkilegri í langan tíma, þá ætlum við Finnur að slást í för með þeim Elsu og Þráni og kjósa. Eini gallinn er að ég hef ekki hugmynd um hvern skal kjósa, því ekki er maður beint inni í þeim málum heima. Eina sem ég veit er að sjálfstæðisflokkurinn fær amk ekki mitt atkvæði, því sá hópur fólks er búinn að gera sitt og komið að öðrum að hreinsa upp eftir hann skítinn – vonandi. Er einhver þarna úti í veflandi sem er með slóðir á gagnlegar upplýsingar um hvað hinir ýmsu flokkar og menn/konur standa fyrir?!