Ætti ég að fara að sofa núna?
Það er alveg merkilegt hvað það getur verið erfitt að fara að sofa á skikkanlegum tíma. Það gildir einu hvað maður er þreyttur; það er alltaf eitthvað freistandi handan við hornið.
Eins og um daginn þegar ég hugsaði: “Jæja, nú er ég orðinn úrvinda og ætla fara í rúmið (einum og hálfum tíma fyrr en venjulega). En… fyrst ætla ég að athuga tölvupóstinn… Nei, sko! Gamall bekkjarfélagi að bregða á mig vinaböndum í Fésbókinni!”
Og jú jú, eitt leiddi af öðru og meira en tveimur tímum síðar var ég enn að skoða myndir af gömlum árshátíðum, merkja myndir með nöfnum úr vinalistanum og rifja upp gamla tíma úr útskriftarferðinni til Majorka í 5. bekk (gvuuuuð hvað maður var einu sinni ungur og sætur). 🙂
En hvað um það. Nú er kominn tími til að skríða upp í rúm… úúúh! Daily Show með John Stewart er að byrja! 🙂