Vonandi ekki upp í ermi
2009-02-04Uncategorized Standard
Venjubundinn miðvikudagur í dag. Tókst að svæfa Bjarka um 11 í morgun, og Finnur leysti mig síðan af svo ég gæti farið á hópfund. Lærði þar heilmikið um Iapetus, eitt fylgitungl Satúrnusar, sem er sérstakt að mörgu leyti. Afrekaði síðan að fara í klippingu, enda farin að minna heldur mikið á loðhund.
Þegar Finnur kom heim með krakkana sagði hann að Anna hefði víst hent mold yfir eina girðinguna og í fólk sem var hinum megin. Hún hefði því fengið það heimaverkefni að skrifa upp “plan” um það hvernig hún ætlar að hegða sér á morgun. Best að kenna krökkum strax að það þarf að standa við það sem maður skrifar niður á blað! 🙂