Vefsíðumælingar fyrir árið 2008
Ég fór að leika mér í Google Analytics um daginn og leit yfir farinn veg á árinu 2008 sem var að líða. Skemmti mér svo við að læra á Google Chart API til að birta gröf af niðurstöðunum á vefnum. Afraksturinn er hér að neðan (allar tölur eru fyrir árið 2008 nema annað sé tekið fram).
Samtals fengum við 25.135 heimsóknir* inn á síðuna okkar frá 8.568 notendum*. Þetta gerir um 69 heimsóknir á dag að meðaltali, sem er töluvert meira en ég átti von á – en er samt um 30% fækkun frá seinni hluta 2007 eftir fæðingu Bjarka (mælingar ná ekki lengra aftur). Kannski ekki skrýtið þar sem líf okkar var ólíkt meira spennandi á vökudeildinni á spítalanum með fyrirbura heldur en hversdagsleikinn sem tók við þar á eftir þegar heim var komið og allt féll í ljúfa löð. 🙂
* Til að gefa hugmynd um hvað “heimsókn” og “notendur” eru í þessu samhengi þá er kannski best að nota dæmi: Einstaklingur sem skoðar síðuna okkar einu sinni á dag á tveimur tölvum (bæði í vinnu og heima um helgar) telst vera tveir notendur með 7 heimsóknir á viku.
Ég greindi þetta aðeins nánar líka, svona að gamni mínu. Til dæmis – úr hvaða borgum og bæjum koma svo allar þessar heimsóknir? Það var vitað fyrirfram að lesendahópurinn er að mestu íslenskur en það er merkilegt hvað dettur inn af “útlenskum” tölvum líka (Íslendingar leynast greinilega víða). Hér er listi yfir efstu 15 borgirnar (fjöldi heimsókna í sviga):
Aðrar borgir sem ná ekki á listann, en eru skemmtilegar engu að síður, voru til dæmis: Uppsala, Kissimmee, Broken Arrow, Kuala Lumpur, Jupiter, Kalamazoo, Klagenfurt, Loveland, Hollola, Flushing og Chevy Chase. Fjölbreyttur hópur, því er ekki að neita. 🙂
Langflestar heimsóknir komu frá Windows tölvum á árinu 2008, eins og kannski við er að búast:
Önnur stýrikerfi mælast ekki (ná ekki 1% samtals) en innihalda iPhone, Android (Google síminn), iPod, Playstation 3 og meira að segja ein(n) á SunOS. Varst það þú Kristinn? “Láttu ekki eins og þú sért ekki þarna – ég sé þig vel!” 😉
Windows notendur (eftir heimsóknum) eru að nota:
Ef rýnt er í Windows hlutann af heimsóknunum 2008 er hlutfall vefrápara eftirfarandi:
Mér hlýnar um hjartarætur að sjá Chrome stökkva beint í þriðja sæti yfir árið, þrátt fyrir að hann hafi ekki komið út fyrr en í september. 🙂
Öllu skelfilegra þykir mér að Internet Explorer 6.0 og eldri lifir enn góðu lífi árið 2008 (28% af IE heimsóknum). Þau ykkar taki það til sín sem eiga: það er löngu kominn tími til að uppfæra yfir í Chrome! 🙂
Til samanburðar eru svo hér sömu tölur fyrir það sem af er ári 2009:
Chrome er nú 24% heimsókna og IE 6.0 og eldri dottnir niður í tæp 19% skv. gögnum** sem er framför, en betur má ef duga skal. 🙂
** Það sést reyndar ekki á grafinu, en ég las það úr gögnunum. 🙂
Lang lang vinsælasta síðan sem fólk dettur inn á er forsíðan með blogginu, en það dettur reglulega inn fólk á síðurnar um Ísland og íslensku nafnareglurnar með 5,5% og 3,7% af traffík – beint af leitarvélum.