Morgun-Bjarki
Í dag eru 16 mánuðir liðnir frá áætluðum fæðingardegi Bjarka, þó hann sé í raun rúmlega 19 mánaða. Hans daglega rútína er sú að hann vaknar með Finni og Önnu rúmlega sjö á morgnana, fer niður með þeim, borðar seríós og leikur við Önnu. Um níuleytið fara Finnur og Anna út úr húsi, þá fær hann hafragraut og ávexti í “second breakfast” hjá mér og svo leikur hann sér annað hvort einn eða við lesum saman bækur og skröllum smá. Á milli 10 og 11 fer ég með hann upp og freista þess að svæfa hann. Nú er svo komið að ef hann sofnar ekki í fanginu á mér, þá liggur hann sáttur og sæll vakandi í rúminu sínu í klst. Við skulum kalla það “hvíld”. Hann fer í leikskólann frá 1 til 6 eftir hádegi á hverjum degi og hefur sjaldan fyrir því að kveðja mann. Rétt fyrir 6 nær Finnur (yfirleitt) í krakkana og þau koma heim og þá reyni ég að hafa matinn tilbúinn, því þessa dagana koma þau svöng og þreytt heim. Eftir matinn Bjarki stundum að leika sér, og rétt fyrir sjö fer hann upp, í náttfötin, og svo sofnar hann sjálfur í rúminu sínu.
Hér koma nokkrar myndir frá morgninum í morgun.
Bjarki er mikill klifrukarl. Hér er hann við ferðarúmið sem við erum
með uppsett í stofunni fyrir Jason, strák Söruh og Augusto. Þau hafa þá
stað til að setja hann í friði frá okkar krökkum.