Dansi, dans á mottunni
2009-02-19Uncategorized Standard
Fimmtudagur til… fjörs!?! Sit fyrir framan tölvuna eilítið sveitt því að ég var að “dansa” á dansmottunni í kvöld. Huh, hvað þýðir það?!? Jú, við eigum nefnilega dans-tölvuleik og stóra tölvumottu með stórum örvum. Leikurinn gengur út á að stíga á réttar örvar í takt við lög. Á ex-boxinu kallast leikurinn Dance Dance Revolution, eða DDR, og við eigum þrjú bindi, takk fyrir kærlega.
Skyndilegur dansáhugi er tilkominn vegna þess að ég er að fá aftur í hendurnar. Helsta orsökin er sú að flest kvöld ligg ég í sófanum með fartölvuna í fanginu og fartölvast. Nú er hins vegar svo komið að ég finn að það er ekkert snigugt. Þá ætlaði ég að horfa á sjónvarpið, en það er svo lélegt (meiri að segja með auka-stöðvunum sem birtust skyndilega þegar internet-tengingin var löguð um daginn, úúps!) að ég er stanslaust að skipta um stöðvar með fjarstýringunni, sem fer líka illa með hendurnar. Ekki get ég prjónað og ég get bara melt ákveðið mikið í bókinni minni í einu. Þar með var lítið annað hægt en að draga fram dansmottuna, sem er búin að húka bak við sófa síðan við fluttum inn í júní!
Ég er líka að vona að smávægilegt hopp komi sér vel í tilvonandi skíðaferð. Plönin fyrir hana skýrðust aðeins í kvöld. Núverandi plan er að við ætlum að keyra upp til Bear Valley eftir rúmlega tvær vikur og gista í húsi sem foreldrar einnar stelpunnar úr skólanum eiga á laugardagskvöldi. Það er víst nógu langt uppi í brekku að það þarf vélknúinn snjósleða til að komast uppeftir. Það verður ævintýri! Svo keyrum við aftur heim á sunnudegi. Sólveig og Arnar ætla að keyra upp eftir annan daginn og leika með okkur í snjónum.
Það gerðist lítið annað í dag nema að ég fór í langan göngutúr eftir hádegismatinn í tilefni af skyndilegri bongó-blíðu, og svo spjallaði ég heillengi við Öddu í símann, en þau munu vera komin með eitthvað svakalegt símaplan sem leyfir manni að tala ókeypis við útlönd. Mikið erum við heppin!! 🙂