Alvöru sjónvarpsgláp
Enn ein vikan byrjuð – og febrúar skotinn upp kollinum í þokkabót! Það er reyndar spáð æðislegu veðri (22 gráður) fram á fimmtudag (rigning or þrumur?!) svo það þýðir ekki mikið að kvarta. Sem fyrr harðneitaði Bjarki að sofa í morgun, það munaði svoooo litlu en hann hristi af sér svefndofann. Fékk að dúsa (kátur) í rúminu sínu í tæpa klst í von um að hann sæi að sér, en það var til lítils.
Eftir ritgerðarklór var skellt í kjúklingasúpu. Var kát að finna lífræna húð- og beinlausa kjúllaleggi í CostCo um helgina og það stytti eldunartímann talsvert að þurfa ekki að skera utan af beinunum. Við matarborðið fór Anna að tala um þetta plús þetta eru … og virðist greinilega búin að ná tökum á grunnhugmyndinni þar. Bjarki er svo byrjaður að reyna að syngja “row, row, row your boat” og er voða sætur með stút á munninum.
Í kvöld hélt Finnur áfram að horfa á fjórða seasonið af Lost á fartölvunni sinni (ég er endanlega búin að gefast upp á því fiðluíli) en ég beið þolinmóð eftir nýjum þætti af Heroes í sjónvarpinu – og horfði svo á hann! Þetta telst til tíðinda því ég horfi aldrei á alvöru sjónvarp því auglýsingarnar eru svo pirr. En ég er forfallin fylgigella dramatískra ofurhetja… hvað get ég sagt?! 🙂