Slípóver og saumó
Föstudagur! Það var skýjað, hálfgerður rigningarúði og logn. Klukkan fimm kom mamma Lulu með hana í heimsókn og við fórum saman að ná í Önnu og Bjarka á leikskólann. Lulu svaf svo hjá okkur, því foreldrar hennar voru að halda upp á brúðkaupsafmæli. Svona eins og alvöru fullorðið fólk! Slípóverið gekk vel (og þetta get ég skrifað því ég er að svindla, er að blogga daginn eftir) fyrir utan að þær vöknuðu klukkan 05:20 um nóttina og héldu að það væri kominn dagur. Það tók smá tíma að sannfæra þær um að það væri vita vitleysa, en hafðist að lokum.
Annars hafði ég mest lítið að gera með þetta slípóver, því ég fór í saumó í gærkvöldi með hinu íslenskínunum á svæðinu. Ísland brann á margra vörum og þetta fer held ég að breytast í útlegðar-saumó. Ein fjölskylda er búin að fresta heimferð um amk ár, ein er ekkert að flýta sér að klára námið, eitt parið er að ákveða sig þessa dagana, það verður sett upp pow-wow hjá annarri í júní og svo erum við líka í óvissupakkanum. En það var voða gott að hittast og ræða saman og borða gúmmelaði-góðan saumó-mat! 🙂