Rólegheit
Við erum greinilega í fríi! Ég tók morgunvaktina aldrei þessu vant og hrundi í rúmið rúmlega 10. Þegar ég skreið fram úr aftur um eittleytið þá hafði Finnur farið með Önnu og Jóni út að borða hádegismat. Ég kom Bjarka í rúmið og átti afar rólega stund með fartölvuna í kjöltunni. Ekki algengt það!
Eftir matinn fór Finnur með hund þeirra Gunnhildar og Jóns í stuttan hjólatúr. Síðan keyrði hann með Önnu á næsta leikvöll enda sú stutta orkumikil eftir rólega daga. Þegar til baka kom fór Anna að leika við hundinn (skipandi henni að sitja, en ekkert gekk) og að lokum fór hún með hana að út ganga ásamt Jóni.
Um kvöldið kenndum við þeim Gunnhildi og Jóni Pinochle spilið og kom þá í ljós að ég er eins og Jón (óþolinmóður!) og Finnur eins og Gunnhildur (varfærin!) þegar kemur að spilamennsku. Ætli fólk parist oft svona saman?