Nýjustu tölur
Ég fór með veikan Bjarka í “18 mánaða” skoðun í dag. Hann reyndist 9.5 kg (20 lbs, 15 oz) og 79.5 cm (31.25 inches). Við skoðun hljómuðu lungun frekar stífluð og bæði eyrun litu illa út svo hann var sendur heim með pensillín. Pensillínið virkaði heldur betur vel, því um kaffileytið réttist úr þeim stutta og hann varð eiturhress. Hann var svo sprækur að mér leyst eiginlega ekkert á og fór því með hann í göngutúr í lok dags. Göngutúrinn var alveg eðal því að hér er skyndilega skollin á hitabylgja með 23ja stiga hita!
Kvöldið fór svo í að týna saman myndir í stuttan fyrirlestur um Ísland fyrir rannsóknarhópinn minn. Ég baðst nefnilega undan því að halda fræðilegan fyrirlestur þessa önnina því ég á að vera að “skrifa” og stakk í staðinn upp á fyrirlestri um Ísland. Það var tekið vel í það, enda prófessorinn með hálfa stöðu við jarðeðlisfræðideildina og ekki margir í hópnum tilbúnir að taka að sér fyrsta fyrirlestur annarinnar. Eftir morgundaginn verður mín talskylda þar með búin og ég get þá vonandi einbeitt mér að öðru.