Miklu betri
Bjarki átti stórgóðan dag í dag. Held að hann hafi verið hitalaus, en lét ekki reyna á það. Hann hóstar ennþá, en sjaldnar og án þess að kúgast af slími. Ef leikskólinn væri opinn á morgun, laugardag, þá gæti hann sem sagt farið. Svo tók ég eftir því að hann er kominn með nýja tönn í safnið, fyrstu augntönnina, sem ákvað víst að troða sér niður á milli fremri tannanna og eins jaxlsins síðustu daga. Það hefur örugglega ekki hjálpað til með slímstjórnun.
Í dag fékk ég annars loksins einhvern til að líta á uppþvottavélina, sem hefur ekki tæmt sig almennilega í einn eða tvo mánuði. Í ljós kom að hún var stífluð af mat, og okkur var ráðlagt að “skrúbba” allt sem fer í vélina. Við skolum alltaf vel af diskunum, og það eina sem mér dettur í hug er að bráðnar ostleyfar hafi orðið henni um of?!
Annars varð ég að hrista hausinn yfir hönnunninni á vélinni, því að til þess að losa stífluna þurfti að skrúfa af botnplötu, síðan stinga höndinni inn í þröngt gatið undir vélinni og mausa þar. Væri ekki skynsamlegra að vera með einhvers konar safn-stað þar sem notendur geta auðveldlega hreinsað stíflur? Nei, þá er nú betra að rukka mange penge fyrir viðgerðarheimsókn!