Leikskólaafmæli
Það var haldið stuttlega upp á afmælið hennar Önnu á leikskólanum í dag. Ég mætti um þrjú með kanelsnúða sem hún og Finnur bökuðu í gær (fyrir brunchið). Það var sungið fyrir Önnu, einn kennarinn las myndabókina um hana frá fæðingu til 3ja mánaða fyrir krakkana og svo var lesin bók með myndum sem krakkarnir höfðu teiknað fyrir Önnu. Að þessu loknu fékk Anna að fara snemma “heim” með mér.
Á meðan var Finnur heima með Bjarka sem var með 38.4-39.0 stiga hita í dag. Hann var frekar aumur og slappur, en það kárnaði yfir honum þegar Anna kom heim. Við gáfum honum svo loksins hitastillandi fyrir kvöldmatinn svo að hann myndi nenna að borða. Ekki fór nú mikið upp í hann, en eitthvað samt. Vonandi batnar hann meira á morgun, enda ekkert gaman að vera svona veikur!