Kranar
Ég fór ekkert út úr húsi í dag nema til að labba með Bjarka á leikskólann í hádeginu og svo til að ná í krakkana í lok dags. Mest öðruvísi atburður dagsins var að leigusalinn okkar kom til að herða tvo krana sem höfðu losnað og dönsuðu um þegar maður reyndi að kveikja á þeim eða stilla.
Á meðan hann var hér minntist ég á að uppþvottavélin virðist eiga erfitt með að tæma sig almennilega og við eyddum slatta tíma í að pæla í því. Eftir smá netskoðun virðist sem að hér sé líklega um frekar algengt vandamál að ræða, einhver smá partur er líklega úr sér genginn, og nú er bara spurning hvernig við snúum okkur í að láta laga það.
Annars sá ég á netinu að það er almennt álitið að uppþvottavélar í dag séu almennt lélegar og að það þurfi endalaust að gera við þær. Það minnti mig á hina vel gerðu og áhugaverðu vefmynd Story of Stuff. Leiðinlegt til að þess að vita að hlutir séu hreinlega hannaðir til að bila núna. Það er af sem áður var…
Í kvöld lagaði Finnur svo kommentakerfið fyrir myndasíðurnar sem ná núna fram í apríl á síðasta ári! Þetta er allt að koma… 🙂