Komin heim aftur
Jæja, þá erum við komin heim aftur eftir jólafríið. Borðuðum snemmbúinn hádegismat í Ikea með Gunnhildi, Jóni og Helenu (snilldar-kjötbollur að vanda) og kvöddum þau svo á flugvellinum. Við húktum í röð í 15-20 mínútur til að fá pappír upp á að Bjarki sæti í kjöltunni og svo þurfti að opna allt vökvakennt í öryggisskoðuninni. Konan veifaði síðan einhverju priki með einhverju efni yfir opnum ílátunum og ég gekk í burtu með opnaðar jógúrtdollur (!!!).
Flugið gekk annars ágætlega nema að Bjarki er um það bil á allra versta aldri fyrir flugferðið. Hann iðaði stanslaust í heilan klukkutíma en það lifðu þetta allir af! 🙂 Torie var svo væn að ná í okkur á flugvöllinn á okkar eigin bíl og þegar heim var komið var Bjarki sofnaður. Nú erum við að spjalla við Hollu og Óla og síðan liggur leið í matarbúð enda ísskápurinn tóóóómur. 🙂