Djúsí linkur
2009-01-09Uncategorized Standard
Ég var að lepja upp Gúgul reader listann minn og af einni síðunni var hlekkur á algjöra snilld: Target Women. Þetta eru litlir örþættir (3 mín eða svo) þar sem gert er stólpagrín að því hvernig þjóðfélagið, og þá sérstaklega auglýsingar og sjónvarpsþættir, ímynda sér að konur séu og/eða vilja vera.
Þar sem ég persónulega haaaata auglýsingar, meðal annars út af þessu, þá er ég búin að hlæja yfir þessu í allan dag. Ég meina, hver býður ekki upp á jógúrt í brúðkaupi? Að sjálfsögðu hefur pillan ekkert með kynlíf að gera? Og það liggur í augum uppi: besta megrunin felst í að borða með eyranu! 🙂 🙂
Annar heimadagur í dag annars. Skrifaði smá, vefrápaði heilmikið. Helgin framundan, vippííí! 🙂