Brunch og hiti
Imelda, sem var á sömu stofu og ég á spítalanum þegar ég var fyrst lögð inn með tvíburana, kom í brunch í dag ásamt fjölskyldunni sinni. Það var gaman að spjalla um heima og geima við þau, enda írsk og málglöð. Þau voru einmitt nýkomin frá Írlandi og voru ekki kát yfir niðursveiflunni þar. Þau eru líkt og við mikið að hugsa um hvort og hvenær sé gott að flytja aftur á heimaslóðirnar.
Á meðan þau voru í heimsókn tókum við eftir að Bjarki var farinn að hósta heldur mikið og það stóð heima, í kvöld var hann kominn með 39.7 stiga hita. Mér þótti það heldur í hærri kantinum og hann fékk hitastillandi lyf, en það er ljóst að hann verður heima á morgun, og mögulega eitthvað fram eftir vikunni. Anna er líka með smá hóstakjöltur, svo að það kæmi mér ekki á óvart þó að hún fengi eitthvað alvarlegra þegar líður á vikuna. Ætti samt ekki að kvarta, enda langt síðan krakkarnir voru nógu veikir til að komast ekki á leikskólann.
Eitt í lokin: Hjartanlega til hamingju með afmælið Pétur!! 🙂