Af rokkurum og djellí-baunum
Tvennt sem mér fannst “blogg-verðugt” í dag:
Annars vegar rifjaðist upp fyrir mér snilldarmóment úr jólafríinu sem ég vildi skjalfesta. Það er nefnilega þannig að þegar við erum í bílnum að hoppa milli útvarpsstöðva í leit að góðum lögum að Anna Sólrún lætur okkur oft vita þegar hún vill staldra við til að hlusta á ákveðið lag (eins og við höfum sennilega minnst á áður). Þetta gerðist á leiðinni frá San Diego til LA þegar við lentum á laginu Faith með George Michael. Stuttu síðar verður mér litið í baksýnisspegilinn og sé Önnu Sólrúnu í aftursætinu með pírð augun og krepptan hnefann fyrir utan vísifingur og litla putta upp í loft, greinilega að fíla George Michael “þungarokkið”. Ég sé hana alveg fyrir mér síðar meir, í aftursætinu í bílnum okkar eftir sólsetur með logandi kveikjarann á lofti við ballöðurnar. 😀
Hitt er svo að ég smakkaði “djellí”-baunir með beikonbragði (!) í fyrsta skipti í dag. Vinnufélagarnir eru alltaf að prófa eitthvað nýtt; þetta er bara nánast eins og að deila skrifstofunni með Óla og Hólmfríði en það var eitthvað nýtt prófað eftir hverja verslunarferð (ah, the good old days). ;D