Þroskamat
Í dag mættu hingað tvær konur til að fara yfir stöðumat á þroska Bjarka og ræða framhaldið. Önnur konan er þroska-sérfræðingur, hefur heimsótt okkur á mánaðarfresti í næstum ár, og framkvæmdi stöðumatið. Hin konan er “case worker”/umsjónarkona(?), og hún sér um að hann fái alla þá þjónustu sem hann þarf á að halda. Báðar eru þær indælar, og ég hef ekkert út á þær að setja nema að umsjónarkonan talar frekar slæma ensku.
Niðurstaða stöðumatsins er að þroski Bjarka er innan eðlilegra marka. Á sumum sviðum er hann örlítið eftir á, en á öðrum er hann örlítið á undan meðaltalinu. Matið var gert þegar hann var 14.5 mánaða (leiðrétt, 18 mánaða í alvörunni). Það fór þannig fram að ég var spurð spjörunum út úr um hvað Bjarki kann og gerir (mikið af “Uhhhh?… Það veit ég ekki, á maður að taka eftir svoleiðis?” svörum) , á milli þess að hún lagði þrautir fyrir Bjarka sjálfan.
Hann mælist sum sé 11 mánaða í “gross motor”/stórum hreyfingum, en 16 mánaða í “fine motor”/fínum hreyfingum. Það stemmir við það sem við höfum séð, því hann hefur alltaf eytt miklum tíma í skoða heiminn með puttunum og er því fingralipur, en minna verið í löngum ferðalögum þar sem sniðugt væri að geta gengið. Þannig fór hann ekki að skríða fyrr en hann var gjörsamlega búinn að grandskoða allt í sínu næsta nágrenni – sem tók tímana tvenna og þrenna! 🙂
Næst mælist hann 13 mánaða í “self-care”/sjálfsumönnun – það er að drekka úr bolla, tyggja mat, hjálpa til við að klæða sig, biðja um mat/drykk og vita hvað er ætt og hvað er óætt. Hann mælist sem 19 mánaða í “attention og memory”/athygli og minni, enda dundar hann sér við að lesa bók í lengri tíma og leitar að földum leikföngum. Enginn athyglisbrestur þar á ferð. Hins vegar mælist hann sem 11 mánaða í “perception and concepts”/skynjun og hugtök. Þar er átt við hvernig hann skynjar og skoðar heiminn í kringum sig, hvort hann hermir eftir andlitshreyfingum o.s.frv.
Þegar kemur að samskiptum mælist hann sem 11 mánaða þegar kemur að því að skilja það sem aðrir segja og hlýða því (“receptive communication”). Helst hefur verið erfitt að fá hann til að benda á hluti eftir skipun, sem dregur hann niður. Hins vegar mælist hann 14 mánaða þegar kemur að því að tjá sig (“expressive communication”), enda blaðrar hann út í eitt meiripart dags, kann örfá orð (ma-ma, ba-ba, bæ-bæ, na-na (Anna), abbe (apple)) og hefur sterkar skoðanir á því sem hann vill.
Hann mælist 13 mánaða í “adult interaction”/samskipti við fullorðna. Þannig gerir hann greinarmun á fólki sem hann þekkir og þekkir ekki, er kátur að fá athygli og þar fram eftir götunum. Að lokum mælist hann svo 18 mánaða í “self-concept and social role”/sjálfsvitun og félagshegðun. Hann er sjálfstæður, verður reiður þegar dót er tekið af honum, hermir eftir öðrum, er áhugasamur um leik og þar fram eftir götunum.
Þar sem Bjarki mælist innan “eðlilegra marka” (minna en 25% eftir á í aldri, það er meira en 10 mánaða) þá þarf hann ekki á neinni þerapíu að halda sem stendur. Umsjónarkonan minntist samt á að ef hann dregst mikið aftur úr með tal, þá myndi hún ávísa á hann talþjálfara einu sinni í viku í sumar. Við sjáum samt hvað setur með það, því það er ekki nóg með að hann sé fyrirburi, heldur er hann líka karlkyns og tvítyngdur svo að ég býst ekki við að hann verði altalandi á næstunni.
En sum sé, Bjarki er á nokkuð góðu róli, og vonandi heldur hann því áfram. Því verður samt ekki neitað að ég sé ennþá með áhyggjur í bakhluta heilans, því þótt maður lesi um fyrirbura sem vegnar vel í lífinu, þá eru mörg langtíma-vandamál oft til staðar, jafnvel þótt 2ja ára skoðun hafi komið vel út. Svo við höldum áfram að bíða til að sjá hvað verður.
Talandi um sjón… Ég hef haft hægra augað hans Bjarka grunað um leti (“strabismus”) undanfarna mánuði, því mér hefur sýnst að hann væri örlítið rangeygur. Í dag sá ég hins vegar greinilega að hægra augað rann inn í áttina að nefinu á meðan vinstra augað hélt sínu striki. Þegar ég minntist á þetta við kennarana hans sögðust þær hafa tekið eftir þessu síðan í nóvember, og héldu að þær hefðu minnst á það við mig. Uhh.. nei, ef frá er talið samtal sem ég átti við eina í maí þegar hann var miklu minni og hann fór í augnskoðun mánuði seinna. Þannig að ég pantaði tíma hjá barna-augnlækni þann 11. febrúar, og þá fær Bjarki væntanlega augnlepp.
Og svo í lokin, myndir! 🙂
Archives
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- February 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012
- April 2012
- March 2012
- February 2012
- January 2012
- December 2011
- November 2011
- October 2011
- September 2011
- August 2011
- July 2011
- June 2011
- May 2011
- April 2011
- March 2011
- February 2011
- January 2011
- December 2010
- November 2010
- October 2010
- September 2010
- August 2010
- July 2010
- June 2010
- May 2010
- April 2010
- March 2010
- February 2010
- January 2010
- December 2009
- November 2009
- October 2009
- September 2009
- August 2009
- July 2009
- June 2009
- May 2009
- April 2009
- March 2009
- February 2009
- January 2009
- December 2008
- November 2008
- October 2008
- September 2008
- August 2008
- July 2008
- June 2008
- May 2008
- April 2008
- March 2008
- February 2008
- January 2008
- December 2007
- November 2007
- October 2007
- September 2007
- August 2007
- July 2007
- June 2007
- May 2007
- April 2007
- March 2007
- February 2007
- January 2007
- December 2006
- November 2006
- October 2006
- September 2006
- August 2006
- July 2006
- June 2006
- May 2006
- April 2006
- March 2006
- February 2006
- January 2006
- December 2005
- November 2005
- October 2005
- September 2005
- August 2005
- July 2005
- June 2005
- May 2005
- April 2005
- March 2005
- February 2005
- January 2005
- December 2004
- November 2004
- October 2004
- September 2004
- August 2004
- July 2004
- June 2004
- May 2004
- April 2004
- March 2004
- February 2004
- January 2004
- December 2003
- November 2003
- October 2003
- September 2003
- August 2003
- July 2003
- June 2003
- May 2003
- April 2003
- March 2003
- February 2003
- January 2003
- December 2002
- November 2002
- October 2002
- September 2002
- August 2002
- July 2002
- June 2002
- May 2002
- April 2002
- March 2002
- February 2002
- January 2002
- December 2001
- November 2001
- October 2001
Categories
- Akureyri
- Anna
- Belgium
- Birthday
- Bjarki
- Canada
- Christmas
- Concert
- Confirmation
- Denmark
- Easter
- Emma
- Events
- Families
- Family
- FFF
- Finland
- Finnur's family
- France
- Friends
- Germany
- Graduation
- Guitar
- gymnastics
- Hiking
- Holland
- Hrefna
- Hrefna's family
- Iceland
- Ireland
- Italy
- Laugarvatn
- New Year's Eve
- Píanó
- snow
- Sweden
- Tenerife
- Thanksgiving
- Traveling
- UK
- Uncategorized
- Uppskriftir
- Us
- USA
- Visitors
- Weather