Á spani
2008-12-18Uncategorized Standard
Þetta var span-dagur. Ég kom pakka í góðar hendur svo hann komist til Íslands fyrir jól, síðan fór ég í banka til að kaupa gjafakort fyrir kennarana hans Bjarka. Eftir stutt stopp á bensínstöð (bara $1.99 fyrir gallonið!!) lá leið í klippingu. Eftir klippinguna labbaði ég í ofur-myndavélabúð til að kaupa millistykki til að festa myndavélina okkar við þrífótinn.
Næsta stopp var besta dótabúðin í Palo Alto þar sem ég ráfaði um og fann gjafir handa Önnu og Bjarka. Eftir stutt stopp í Ikea var verslunarbrjálæði dagsins búið og ég hélt heim á leið. Þá var nú gott að eiga leyfar í kvöldmatinn! 🙂