Kvefpest
Bleh. Algjört bleh. Ég er komin með kvefpest. Að vanda heldur hún sig hægra megin í hausnum til að byrja með, með tilheyrandi eyrnabraki, sárindum í hálsi og stífluðu nefi. Þetta var svona klassískur “hvar eru amma og afi”-dagur því að ég var hálf-meðvitundarlaus ein heima með Bjarka meiripart dags á meðan Finnur stússaðist með Önnu í búðum og fór með hana í sundkennsluna.
Anna útskrifaðist annars úr “level 3” og fer núna í “freestyle level” sem þýðir að hún á nú að læra skriðsund. Hún virðist kunna jafn vel við sig í vatni og (hvalurinn) ég og kafar núna auðveldlega niður á um 2ja metra dýpi til að ná í plastkarlana góðu. Svo fer hún í amk tvöfaldan kollhnís fram á við og einn aftur á bak, og hangir á bakinu á mér í langferðum undir yfirborðinu, svona eins og hún væri að halda sér á, jamm, hvalsbaki.
Hvað um það. Ísland er endalaust í fréttum þessa dagana, og því miður yfirleitt ekki af góðu. Í gær var mér hins vegar sendur hlekkur á langa, áhugaverða og ítarlega grein og þar stóð meðal annars
“[Icelanders] survived plague, famine, earthquakes and volcanoes. There were times when some even considered abandoning the island. But they stayed on. They stayed and survived. Icelanders will tell you that only the fittest survived, but that is only half the story, because survival requires another key attribute: stubbornness. And Icelanders have it in spades. It is a national trait, and they view it not as a weakness but as a virtue. It comes from experiencing hardship and enduring it. It means finding satisfaction in a simple task done well and sticking to it; finding comfort and solace in family and kinship and being bound by those familial bonds and duties. And perhaps most important of all, it means believing in the independence of the individual as part of the fabric of nationhood, and fighting for that independence. Put simply, the country has values.”
Aldrei nokkurn tímann hef ég séð “mér” líst jafn vel og þarna. Þrjóskan, fullkomnunaráráttan, fjölskylduböndin. Jamm, það er ég. Mig dauðlangaði að senda þetta á einn leiðbeinandann minn (sem hefur oft fórnað höndum yfir þrjóskunni í mér) en sat á mér. Nú get ég hins vegar skotið því inn í framtíðarsamræðum að þessir skemmtilegu persónueiginleikar eru allir nauðsynlegir til að lifa af á berrössuðum kletti í Norður-Atlantshafi. Gaman að þessu.