Jibbíjei!
Við sitjum í stofunni og erum að hlusta á Barack Obama flytja sigurræðuna sína. Jibbbíííjei! Loksins er það maraþonhlaup að lokum og nú getur maður vonandi farið að einbeita sér að öðrum hlutum – t.d. æfa fyrirlestur og svona. Þetta hefur reyndar verið “óvenjulegt” kosningakvöld, því að úrslitin í forsetakosningarnar voru kunnug klukkan 20:01 (þegar Kalifornía lokaði kosningastöðum), miklu fyrr en í hinum tveimur kosingunum sem við höfum upplifað hér.
Annars ekki mikið í fréttum. Fyrirlesturinn er að skríða saman, hann er svona næstum tilbúinn en ég þarf að fínpússa aðeins og æfa hvað ég ætla að segja. Það er svoldið stress í gangi, en ég er samt ekkert að vinna myrkranna á milli. Ég er 99.9% örugg með að “standast”, en spurningin er bara hvort mér takist að útskýra hvað ég hef verið að gera fyrir “almennum verkfræðingum” og hversu sársaukafullur spurningatíminn eftir fyrirlesturinn verður. Það eina sem er öruggt er að klukkan 17:30 á föstudaginn þá verður allt búið.
Þá er planið að endurheimta andlega stillingu og almenna þolinmæði og vonandi róast Anna Sólrún líka en hún hefur verið eilítið uppspennt undanfarið.