Fyrri hluti varnar lokið
2008-11-07Uncategorized Standard
Sá hlutinn af vörn Hrefnu sem er opinn almenningi var að ljúka og gekk vel. Hún stöð röggsöm fyrir framan 20-25 manns og kom þessu vel frá sér. Þetta var í fyrsta skipti sem ég sé glærurnar og fyrirlesturinn sjálfan og mér fannst glærurnar mjög góðar og framsögnin ekki síðri. Nú veit ég hvar ég á að lenda geimskipinu mínu á Mars.
Ég kom mér svo í vinnuna og nokkrum mínútum síðar hófst lokaði parturinn af vörninni, þar sem lesnefndin spyr hana spjörunum úr og ákveður hvort hún stendur eða fellur. Ég hef engar áhyggjur. Hún getur þetta, alveg eins og Obama.
Hrefna uppfærir síðuna væntanlega síðar eftir að við erum búin að ná í gríslingana, borða og koma þeim í rúmið.