2008-10-06Uncategorized Standard
Við eyddum eftirmiðdeginum í gær í góðu yfirlæti hjá Dirk og Katie, þar sem ég sá um að elda fyrir þau fiskisúpu sem bókstaflega hvarf ofan í mannskapinn. Þegar heim var komið vildi Anna Sólrún fá nektarínu áður en hún færi að sofa. Við sátum við eldhúsborðið þegar allt í einu heyrðist í minni:
Anna: (auðmjúk) Elsku pabbi, mig langar í mjólk.
Finnur: Þú ert nær – viltu ekki bara ná sjálf í mjólkina úr ísskápnum?
Anna: (ákveðin) Nei!
Finnur: Af hverju ekki?
Anna: Muscle-arnir mínir eru farnir að sofa.
Finnur: Nú?
Anna: Pabbi, ef þú ferð ekki að ná í mjólk þá syng ég ekki lag fyrir þig.
Finnur: (leiður) ha? (stendur upp til að ná í mjólk)
Anna: (glöð yfir undirgefni föður síns) Ég er sko að fara að syngja rosalega nýtt lag fyrir þig
Anna: (syngur skælbrosandi “rosalega nýtt” alveg uppskáldað lag).
🙂