Standard laugardagur
2008-08-30Uncategorized Standard
Það er þriggja daga helgi núna því verkalýðsdagurinn er á mánudaginn. Við erum ekki með nein stórkostleg plön önnur en að taka því sæmilega rólega. Mestu “átök” dagins voru að ég stóð loksins við stóru orðin og fór í sund á meðan Anna var í sundtíma. Það er 25 metra laug við hliðina á kennslulauginni og þar svamlaði ég um í tæpan hálftíma. Mmmmm… suuuund…. 🙂
Bjarki er orðin brattur aftur og við hikuðum því ekki við að fara í síðdegis/kvöldmatarheimsókn til fjölskyldu Lulu úr gamla leikskólanum. Þar fór Anna aftur í sund á meðan við slökuðum á í garðinum.
Nú er bara spurning hvað við eigum að gera af okkur á morgun!