Skip to content
  • Privacy Policy
Dagbók Hrefnu og Finns
  • Privacy Policy

Ekki gaman

2008-07-16Uncategorized Standard

Ég hefði aldrei átt að skrifa niður að lífið væri að falla í fastar skorður! Í gær fór Bjarki í sog-verkfall (nursing strike) og í dag leit út fyrir að Finnur þyrfti að fara til Íslands á næstu dögum út af landvistarleyfismálum!! Nú bíð ég bara eftir því þriðja sem fer úrskeiðis, því allt svona kemur í þrennum, ekki satt?!?!

1) Síðustu tvo daga tók ég eftir því að Bjarki vildi ekki drekka eftir morgunlúrinn, heldur snéri höfðinu í burtu frá geirvörtunni. Í gær vildi hann svo heldur ekki drekka til að fara að sofa um kvöldið og síðan ekki neitt alla nóttina. Um þrjúleytið í nótt náði ég mér í glas og kreisti svoldið í það og gaf honum með sprautu. Í morgun rauf ég svo innsiglið á rafmagnspumpunni sem ég keypti þegar við skiluðum inn stóru leigu-pumpunni, og hann fékk afraksturinn í sprautu, blandaðan saman við krukkumat og svo í stútkönnu.

Eftir að hafa lesið mér til um sog-verkföll á netinu ákvað ég að prófa að lauma að honum geirvörtunni þegar hann væri nýsofnaður í fanginu á mér um 10 leytið í morgun. Sem betur fer tókst það – en þá kom í ljós að brjóstagreyin voru í svo miklu sjokki að það var lítið að fá þaðan. Mér tókst að plata hann aftur á brjóstið þegar hann var næstum vaknaður og svo aftur áður en hann fór að sofa í kvöld, en ekki var mikið að fá sem fyrr.

Ég hef það á tilfinngunni að Bjarki sé svolítið óöruggur með að sjúga brjóstið með öllum þessum nýju tönnum sínum (2 framtennur niðri og 2 uppi til hliðar við framtennurnar). Hann beit mig óvart tvisvar í síðustu viku, og ég hrópaði upp yfir mig í bæði skiptin og hann varð greinilega hissa/hræddur. Þar sem að hann tekur brjóstið þegar hann er hálf-meðvitundarlaus þá er ég nokkuð bjartsýn á að þetta leysist með tíð og tíma, en það er erfitt að vita ekki hvað þetta vesen á eftir að vara lengi. Það er sérstaklega erfitt að eitthvað sem hefur verið svo sjálfsagt sé núna orðið flókið og vandmeðfarið.

2) Þegar við Finnur komum til Íslands núna í júní þá vorum við ekki með eina blaðsíðu frá Bandarískum yfirvöldum til Finns sem við hefðum líklega átt að vera með. Hann var hins vegar með löglegt landvistarleyfi í vegabréfinu og þess vegna komst hann inn í landið. Nú er hins vegar komið að því að hann þarf að framlengja atvinnuleyfið sitt og þá kom í ljós að hann er tæknilega ekki alveg með sitt á hreinu.

Í gær hafði svo lögmannafyrirtæki Gúgul samband við hann og bað hann að hringja í þá í dag. Í morgun var honum svo sagt að hann væri tæknilega ólöglegur í landinu og að hann þyrfti að fara til Bandaríska sendiráðsins á Íslandi til að kippa því í liðinn.

Við fórum því að rannsaka hvenær það væru lausir tímar hjá sendiráðinu og hvað það myndi kosta fyrir Finn (og Önnu) að fljúga heim. Það kom í ljós að það var erfitt að komst til Íslands fyrir minna en $1400 (um 108 þús kr) á mann sem er blóðugt fyrir vikuferð. Við vorum meiri að segja búin að hafa samband við Önnu eldri (mömmu Finns) um að passa Önnu…

Í miðjum pælingunum var svo hringt í Finn og lögfræðingurinn í símanum sagði “Ég er fáviti, þú getur sparkað í mig næst þegar þú hittir mig!”. Hún hafði sem sagt ruglast á dagsetningum og hélt að eitt eyðublaðið hefði runnið út í júní en ekki október eins og kom í ljós. Okkur létti stórlega, en Anna eldri var ekki alveg jafn kát, eins og er afskaplega skiljanlegt. En sum sé, þar skall hurðu nærri hælum.

3) Nú bíð ég ekki-spennt. Er ekki allt þegar þrennt er?!?!

  • December 2024
  • November 2024
  • October 2024
  • September 2024
  • August 2024
  • July 2024
  • June 2024
  • May 2024
  • April 2024
  • March 2024
  • February 2024
  • January 2024
  • December 2023
  • November 2023
  • October 2023
  • September 2023
  • August 2023
  • July 2023
  • June 2023
  • May 2023
  • April 2023
  • March 2023
  • February 2023
  • January 2023
  • December 2022
  • November 2022
  • October 2022
  • September 2022
  • August 2022
  • July 2022
  • June 2022
  • May 2022
  • April 2022
  • March 2022
  • February 2022
  • January 2022
  • December 2021
  • November 2021
  • October 2021
  • September 2021
  • August 2021
  • July 2021
  • June 2021
  • May 2021
  • April 2021
  • March 2021
  • February 2021
  • January 2021
  • December 2020
  • November 2020
  • October 2020
  • September 2020
  • August 2020
  • July 2020
  • June 2020
  • May 2020
  • April 2020
  • March 2020
  • February 2020
  • January 2020
  • December 2019
  • November 2019
  • October 2019
  • September 2019
  • August 2019
  • July 2019
  • June 2019
  • May 2019
  • April 2019
  • March 2019
  • February 2019
  • January 2019
  • December 2018
  • November 2018
  • October 2018
  • September 2018
  • August 2018
  • July 2018
  • June 2018
  • May 2018
  • April 2018
  • March 2018
  • February 2018
  • January 2018
  • December 2017
  • November 2017
  • October 2017
  • September 2017
  • August 2017
  • July 2017
  • June 2017
  • May 2017
  • April 2017
  • March 2017
  • February 2017
  • January 2017
  • December 2016
  • November 2016
  • October 2016
  • September 2016
  • August 2016
  • July 2016
  • June 2016
  • May 2016
  • April 2016
  • March 2016
  • February 2016
  • January 2016
  • December 2015
  • November 2015
  • October 2015
  • September 2015
  • August 2015
  • July 2015
  • June 2015
  • May 2015
  • April 2015
  • March 2015
  • February 2015
  • January 2015
  • December 2014
  • November 2014
  • October 2014
  • September 2014
  • August 2014
  • July 2014
  • June 2014
  • May 2014
  • April 2014
  • March 2014
  • February 2014
  • January 2014
  • December 2013
  • November 2013
  • October 2013
  • September 2013
  • August 2013
  • July 2013
  • June 2013
  • May 2013
  • April 2013
  • March 2013
  • February 2013
  • January 2013
  • December 2012
  • November 2012
  • October 2012
  • September 2012
  • August 2012
  • July 2012
  • June 2012
  • May 2012
  • April 2012
  • March 2012
  • February 2012
  • January 2012
  • December 2011
  • November 2011
  • October 2011
  • September 2011
  • August 2011
  • July 2011
  • June 2011
  • May 2011
  • April 2011
  • March 2011
  • February 2011
  • January 2011
  • December 2010
  • November 2010
  • October 2010
  • September 2010
  • August 2010
  • July 2010
  • June 2010
  • May 2010
  • April 2010
  • March 2010
  • February 2010
  • January 2010
  • December 2009
  • November 2009
  • October 2009
  • September 2009
  • August 2009
  • July 2009
  • June 2009
  • May 2009
  • April 2009
  • March 2009
  • February 2009
  • January 2009
  • December 2008
  • November 2008
  • October 2008
  • September 2008
  • August 2008
  • July 2008
  • June 2008
  • May 2008
  • April 2008
  • March 2008
  • February 2008
  • January 2008
  • December 2007
  • November 2007
  • October 2007
  • September 2007
  • August 2007
  • July 2007
  • June 2007
  • May 2007
  • April 2007
  • March 2007
  • February 2007
  • January 2007
  • December 2006
  • November 2006
  • October 2006
  • September 2006
  • August 2006
  • July 2006
  • June 2006
  • May 2006
  • April 2006
  • March 2006
  • February 2006
  • January 2006
  • December 2005
  • November 2005
  • October 2005
  • September 2005
  • August 2005
  • July 2005
  • June 2005
  • May 2005
  • April 2005
  • March 2005
  • February 2005
  • January 2005
  • December 2004
  • November 2004
  • October 2004
  • September 2004
  • August 2004
  • July 2004
  • June 2004
  • May 2004
  • April 2004
  • March 2004
  • February 2004
  • January 2004
  • December 2003
  • November 2003
  • October 2003
  • September 2003
  • August 2003
  • July 2003
  • June 2003
  • May 2003
  • April 2003
  • March 2003
  • February 2003
  • January 2003
  • December 2002
  • November 2002
  • October 2002
  • September 2002
  • August 2002
  • July 2002
  • June 2002
  • May 2002
  • April 2002
  • March 2002
  • February 2002
  • January 2002
  • December 2001
  • November 2001
  • October 2001

Copyright Dagbók Hrefnu og Finns 2025 | Theme by ThemeinProgress | Proudly powered by WordPress