Bjarki lærir að setjast upp
Bjarki hefur lengi vel kunnað að sitja ágætlega, og fyrir um tveimur vikum byrjaði hann að koma sér úr sitjandi stöðu yfir á magann. Í gær byrjaði hann svo að setjast sjálfur upp og í dag fullkomnaði hann tæknina og settist í kvöld upp á augabragði þegar ég setti hann niður á magann.
Þetta var annars frekar sætt í morgun því að hann byrjaði á því að klambra hálfa leiðina upp á kodda sem var á gólfinu. Síðan rétti hann úr höndunum og var þá orðinn beinn í bakinu, en með fæturnar bogna undir sér. Því næst færðin hann þyngdina aftur á bak, rétti úr fótunum og var þar með sitjandi! Hann fór svo niður aftur, lék sér meira með koddann, fór aftur upp, lék sér meira með koddann þar til að það var sem hann hugsaði “Ég þarf sko engann kodda!” og ýtti/bakkaði sér sjálfur upp frá gólfinu.
Þetta eru auðvitað stór tíðindi því að hann er “yngstur” í bekknum sínum og allir hinir krakkarnir eru skríðandi um allt saman, og því hærri í loftinu en hann. Sumir þeirra eiga það til að vilja skríða yfir hann þar sem hann liggur, Bjarka til mikillar gremju. Nú getur hann hins vegar farið að hafa hausinn jafn hátt uppi og þau hin. Næsta skref er svo að hann fari að skríða “almennilega” en sem stendur ferðast hann að mestu um með magann á gólfinu. Hann er farinn að æfa sig að rugga fram og aftur svo þetta er allt í áttina…
P.s. ég tók einhver vídeó í morgun, en set þau í fyrsta lagi inn á morgun.