Tönn og kvef
Þetta var nú lágstemmdur þjóðhátíðardagur. Bjarki var kominn með kvef þegar ég náði í hann í gær og það passaði að í dag var hann kominn með 39 stiga hita, augnkvef, nefkvef og svolítinn hósta – svo ekki sé minnst á neðri framtönn númer tvö! Við vorum því bara heima mæðginin og stússuðumst aðeins á milli þess sem við sváfum.
Statusinn á heimilshaldinu er nú sá að við erum komin með sjónvarpstengingu og alvöru internet-tengingu, en vantar ennþá són í símann, svo og þvottavél og þurrkara. Verkefni dagsins fyrir mig var að panta mann til að lífga við sóninn og svo velja þetta tvennt síðastnefnda. Ég er búin að finna mér þvottavél, en er haldin svakalegum valkvíða með þurrkarann, einkum vegna þess að það er engin “review” að finna fyrir nýja þurrkara að því er virðist – hrumph!! Kannski að maður hætti sér aftur á Craigslist-smáauglýsingarnar í leit að þurrkara – en ég er komin með svo upp í kok af þeirri vefsíðu að það hálfa væri nóg.
Svo bíða auðvitað ennþá kassar út um allt hús… en það er önnur saga!