Komin aftur til Kalí
Jæja, vorum að skríða inn úr dyrunum. Ferðin gekk svona la-la. Krakkarnir stóðu sig með mikilli prýði, og tóku engin öskur- eða frekjuköst og sváfu bæði af sér seinni flugferðina. Tvennt fór hins vegar “úrskeiðis”. Í fyrsta lagi varð Anna flugveik eftir lendinguna í Minneapolis og ældi á ganginn og buxurnar á Finni þegar við biðum eftir að komast frá borði. Þetta var nú líklega besta tímasetningin á flugveiki samt því við sátum ekki uppi með ælulykt í langan tíma, og svo gátum við náð í hrein föt úr töskunum skömmu síðar. Í seinna lagi þá skilaði önnur taskan sér ekki í San Fran, og nú er bara að vona að þeir standi við stóru orðin og keyri hana heim til okkar á morgun…
Hvað um það, best að skríða í rúmið og vona að Bjarki átti sig á því að það er NÓTT en ekki morgun eins og á Íslandi akkúrat núna! Anna er hins vegar steeeinsofuð.