Afmælisdagur!
Í dag er liðið ár frá því að ósköpin dundu yfir og Bjarki Freyr og Reynir Hugi komu í heiminn. Deginum fylgja blendnar tilfinningar eins og von er og vísa, en við ætlum eigi að síður að halda upp á afmælið með því að bjóða vinum í veislu síðar í dag. Þrátt fyrir erfiða byrjun þá hefur Bjarki Freyr stækkað og braggast vel, og við vonum að helstu örin sem hann eigi eftir að bera séu takmörkuð við litlu punktana sem eru á handarbökunum og fótunum eftir æðaleggi og blóðprufur fyrstu mánaðanna.
Við þökkum enn og aftur ótrúlega hlýja strauma og afskaplega góðar kveðjur frá vinum og vandamönnum á árinu sem nú er nýliðið. Það er alltaf gott að vita að maður á góða að og það hjálpaði mikið þegar mest þurfti. 🙂
[Today is the first year anniversary of the birth of Bjarki Freyr and Reynir Hugi. It’s a day filled with mixed emotions, but we’re none the less going to celebrate this milestone with some friends today. After a rough start, it appears that Bjarki’s doing very well, and we continue to hope that the only scars that he’ll really carry after all this will be limited to the dots you can see on his hands and feet from the IVs and bloodtests of those early months.
We thank you all for your well wishes and for keeping us in your thoughts for the past year. It has been a source of great strength for us and we couldn’t have done it without you! 🙂]