Bjarki ennþá veikur
Ég fór með Bjarka í “níu” mánaða skoðun í dag. Í gær voru liðnir 10 mánuðir frá því að hann fæddist, og næstum sjö mánuðir síðan að hann hefði átt að fæðast. Hann mældist 6.875 kg og 70 cm og er þar með jafn þungur og í byrjun mánaðar – en hefur lengst um rúman cm. Hann var búinn að þyngjast eitthvað en í veikindunum hefur matarlystin helmingast og honum hefur ekki gengið allt of vel að halda niðri krukkumat.
Núna í kvöld var hann aftur með rúmlega 39 stiga hita og því gáfum við honum hitastillandi. Það tókst ekki betur en svo að hann glaðvaknaði eftir að lyfið var farið að virka og nú vill hann bara leika. Vonandi er dagurinn á morgun síðasti veikindadagurinn hans en nefrennslið byrjaði fyrir alvöru á fimmtudaginn síðasta og því er næstum komin vika af veikindum (hitinn byrjaði á föstudeginum).
Á morgun ætlum við svo að fara með Önnu í heimsókn á nýja leikskólann í fyrsta sinn. Við sögðum henni frá planinu á sunnudaginn, en ég er ekki viss um að hún hafi alveg náð öllu því sem er að fara að gerast. Það verður fróðlegt að vita hvernig henni lýst á. Hún er öll að ná sér eftir pestina ógurlegu, það gladdi móðurhjartað að matarlystin kom aftur í kvöld því það þýðir að nú ætti hennar pest að vera loskins búin.