Gleðilega páska!!
Það er nú heldur betur mikið búið að gerast í dag! Við vöknuðum með krökkunum og Finnur fór í matarbúðina með Önnu. Síðan hittum við nokkrar fjölskyldur úr leikskólanum á bóndabæ/útvistarsvæði í 20 mín fjarlægð og þar týndi Anna upp lítil plastegg með nammi/kexi/dóti í. Eftir hádegismatinn þá kíktum við á dýrin á bóndabænum. Anna var dauðhrædd við kúna (risastór!) og svínin, en kunni betur við geiturnar, hænurnar og kindurnar með litlu lömbin (sum 3ja daga gömul).
Eftir síðdegislúrinn komu Sarah og Augusto í heimsókn. Á meðan Finnur þrælaði í eldhúsinu þá fórum við út með Önnu og Bjarka í göngu-hjólatúr. Í gær tók ég hjálpardekkin af hjólinu hennar Önnu og hjálpaði henni tvo hringi í kringum garðinn okkar. Í dag var því komið að degi tvö og eftir að hafa fært okkar yfir á gangstíg með góðu sléttu malbiki þá fórum við Augusto fram og til baka með Önnu Sólrúnu, sem hægt og sígandi náði taki á hjólinu sínu. Þegar heim var komið sýndi Anna pabba sínum listir sínar og við tókum upp smá vídeó.
Páskamáltíðin var afar ljúffeng, beinlaust lambalæri og meðlæti og svo jarðaberja-rabbabara pæ. Við fengum páskaegg frá Berglindi og Styrmi, sem eru í heimsókn í Kaliforníu. Þau voru svo indæl að gefa Önnu egg að stærð #3 og við hin fengum egg #1. Það var mikil gleði að fá íslenskt nammi enda langt síðan svoleiðis lúxus var hér á borðum.
Í tilefni af því þá keyptum við flugmiða á klakann! Við lendum laugardaginn 10. maí og leggjum af stað aftur til baka sunnudaginn 1. júní. Vííí!! Það verður annars fróðlegt að ferðast með krakkana, því við verðum fjögur saman í þremur sætum. Við sjáum líka fram á að þurfa tvo bíla til og frá flugvellinum því eina plássið sem er eftir í okkar bíl fyrir annan ökumann er á milli bílstólanna (sem er síður en svo þægilegsti ferðamátinn)! Verst að við þekkjum engan sem býr nálægt okkar og á mínívan!
Hmmm… hvað meira… Jú, við tókum boðinu um leikskólapláss hjá Gúgul fyrir Önnu og hún byrjar þar þegar við komum til baka frá Íslandi. Þar með þaut Bjarki upp biðlistann þeirra og nú er ekki ólíklegt að hann fái inni síðar í vor eða í byrjun sumars. Leikskólinn reyndist vera afskaplega fínn, kannski næstum of-fínn!! Við eigum eftir að sakna stóra hráa útileikvellinum í gamla leikskólanum en á móti kemur að ungbarnadeildin er betri en á gamla leikskólanum.
Málshættir dagsins:
Anna 1): “Ef allir væri jafnir þá væri enginn mestur.”
Anna 2): “Ágirndin er rót alls ills (Úr Biblínunni).”
Finnur og Bjarki: “Fáir eru smiðir í fyrsta sinn.”
Hrefna: “Ekki verður bókvitið í askana látið.”
Augusto: “Oft vex laukur af litlu.”
Sarah: “Allt kann sá er hófið kann (Úr Gísla sögu Súrssonar).”