Af einhyrningum og öðrum furðudýrum…
2008-03-16Uncategorized Standard
Við Anna og Bjarki áttum saman góðan morgun saman í morgun. Anna var í hlutverkaleik:
Anna: “Pabbi, þú ert pabba-unicorn. Mamma er mömmu-unicorn. Bjarki er litla-barna unicorn og ég er stóru-systur unicorn“
Ég: “Jahá, hvernig gera einhyrningar?”
Anna: (horfir á mig með furðusvip)
Ég: “Hvernig gera einhy… uh… hvernig gera unicorn? Einhyrningar, þú veist…?”
Anna: “Ta-da!” [reigir höfuðið til himins og endurtekur nokkrum sinnum til áherslu]
Anna (stuttu síðar): “Voff! Voff!” [geltir í áttina að Bjarka til að reyna að bregða honum]
Ég (mæðulega): “Bíddu, ég hélt þú værir einhyrningur? Hvernig segja einhyrningar?”
Anna: [hneggjar] “Nehehehehei! Nehehehehei! Nehehehehei!” 🙂
Af öðrum fréttum er það helst að við kíktum til Arnars og Sólveigar í dag eftir Önnu-lúr og áttum með þeim góða kvöldstund. Átum góðan kvöldmat, sötruðum bjór og vín og borðuðum ávexti sem við dífðum í súkkulaði-fondue. Við náðum meira að segja að grípa í spil á meðan krakkarnir horfðu á vídeó fram eftir kvöldi! 🙂