Ökkli eða eyra
Og ekkert þar á milli! Strumpur gerði sér lítið fyrir og svaf í um 5 klst eftir hádegi. Vaknaði reyndar reglulega til að súpa og svo lúrði ég með honum síðasta sprettinn – en samt! Svo var ég með hann sitjandi ofan á mér og þá tek ég eftir að hann er að toga í sokkana á gallanum sínum. Hann hefur ekki togað aftur, en hann hefur ítrekað horft á fæturna á sér í dag þegar hann er sitjandi.
Nú er að skella á kassahelgi. Búið að pakka niður svo til allri stofunni, en efri hæðin er öll eftir. Hún fer vonandi í kassa núna um helgina, og svo er stefnt á að koma eldhúsinu niður á mánudaginn. Finnur er búinn að taka sér frí næstu viku svo það verður gott. Tæknilega er þetta fæðingarorlof víst og það kemur minnst í vikuskömmtum.
Annars var ég að spjalla við hana Soffíu (hún föst í umferðarteppu á leiðinni heim) og við fórum að ræða um alla kassana sem við og þau skildu eftir á Íslandi áður en lagt var í hann til USA. Það verður örugglega grátbroslegt að taka upp úr kössunum. Ég býst við að finna þar allt of lítil föt og undarlegan samtíning af eldhúsdóti. Veit satt best að segja ekki hversu mikið að dótinu okkur verður notað aftur, en þó hlakka ég til að sjá aftur brúðkaupsstellið okkar! 🙂
Eitt í lokin: að “spröngla” er samsetning á því að spranga (gerir maður það ekki í Eyjum?) og klöngrast. Það held ég amk! 🙂