Nýjustu tölur
Fórum með Bjarka til læknisins í morgun í sína mánaðarlegu RS-vírus sprautu. Sá litli mældist 6.3 kg og 63.5 cm og ætti að vera 4.5 mánaða, en er í raun 7.5 mánaða. Hann gerði sér reyndar lítið fyrir og pissaði vandlega um leið og hann var vigtaður svo hann er líklega tæp 6.3 kg… Læknirinn kíkti svo stuttlega á hann (lét hann sitja, standa, vera á maganum) og sagði hann vera aktívan 4ra mánaða dreng og leist vel á.
Svo varð ég nú bara að brosa því að læknirinn sagði að “nýlegar rannsóknir” bentu til að það ætti bara að leyfa að fyrirburum að vaxa eins og þá listi, og ekki vera að bæta kaloríum út í mjólkina þeirra. Hún sagði að yfirleitt væri barnalæknum mikið í mun að koma börnum upp á “kúrvuna” fyrir sinn alvöru aldur, en að nú væri verið að rannsaka hvort það yki hættuna á hjartavandræðum og sykursýki II þegar fram liðu stundir. Ég er búin að vera að leita á netinu að þessum “nýlegu rannsóknum” en hef ekkert fundið. Hvað um það, hún fettaði enga fingur út í þyngdina hans í þetta sinn, og sagði okkur að koma með hann aftur eftir tvo mánuði og þá í “níu mánaða” skoðun. Hann fær samt enn sem áður að koma eftir 4 vikur til að fá RS-vírus sprautu, en það ætti að vera síðasta svoleiðis sprautan.