Gripið í tær
2008-02-22Uncategorized Standard
Tók eftir því í dag þar sem Bjarki lá á skiptimottunni að hann hafði náð góðu gripi á öðrum fætinum. Ekki nóg með það heldur var hann líka þvílíkt heillaður af púðanum fyrir ofan hann. Þá var stokkið til og náð í myndavélina… 🙂
Teygt úr sér. Bjarki hefur erft spóaleggina (og bogna sköflunga) frá honum föður sínum… 🙂
Hérna eru mynd af Bjarka á sömu mottu frá októberlokum.
Heillandi púði!
Gaman að vera til!
Úh! Tær! Hver ætli eigi þær?!
Mikið að gerast. Bjarki heillaður af hægri höndinni (að vanda)
á meðan sú vinstri rígheldur í táslurnar